Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Page 66

Morgunn - 01.06.1981, Page 66
64 MORGUNN kostur svo fjarri lagi, eins og nú horfir, að erfitt er að verj- ast ótta við það, að þróunin kunni að leiða til ægilegrar innan- landsstyrjaldar. Enn má minna á andstæðurnar milli auðugu þjóðanna og hinna snauðu, er byggja mikinn hluta Asíu, Afriku og suðurhelmings Ameríku. I löndum þessara síðar nefndu þjóða eru mörg hundruð miljóna manna, sem aldrei fá að reyna, hvað það er að borða sig sadda, og á þeirri stað- reynd bera hinar auðugu og iðnþróuðu þjóðir að vísu mikla ábyrgð. Mikill hluti af þessum auði þeirra hefur öldum sam- an verið soginn úr löndum þessara fátæku og vanþróuðu |)jóða. Er öll sú saga harðla ófögur. Nægir þar að minna á landnám Ameríku, hversu Spánverjar fóru með báli og brandi um byggðir Indiána í Vestur-Indíum, Mexikó, Suður- og Mið- Ameríku, lögðu í rústir þorp þeirra og borgir, sviku þá í tryggðum og drápu síðan miljónum saman og unnu að lok- um það vanheilaga afrek i nafni kirkju og kristindóms að út- rýma gersamlega merkilegri hámenningu, sem um margt var menningu innrásarmanna sjálfra miklu fremri. Svipaða sögu er að segja af stofnsetningu hinna miklu ríkja hvítra manna í Norður-Ameríku. Fyrir allt þetta er hviti maðurinn í mikilli skuld við bræð- ur sína annars litarháttar. Sýnir hann nokkurn lit á þvi að greiða þá skuld? Að vísu er nú mikið rætt um aðstoð við vanþróaðar þjóðir og jafnvel nokkuð að þvi gert að veita slíka aðstoð, en staðreyndin er oft á tíðum sú, að þær þjóðir, sem aðstoðina láta í té, hrifsa til sín meiri verðmæti úr lönd- um þessum en þær veita þangað. Jafnvel maturinn er flutt- ur öfuga boðleið, frá hinum soltnu til hinna söddu. t grein, sem Norðmaðurinn Ottar Brox ritar um þessi mál og birtist i Reykjavíkurblaðinu Timanum nú i haust, segir svo: „Þó að Norðmenn flytji skreið til Afríku og saltfisk til Mið- og Suður-Ameriku, einkennir það heimsviðskiptin með eggja- hvítuefni fyrst og fremst, að það rennur straumur af þessu lifsnauðsynlega efni frá fátækum og hungruðum þjóðum til Vesturlanda, þar sem ofát er að verða þjóðarsjúkdómur . . . Eggjahvítustraumurinn sýnir, hvernig valdahlntföllin eru i

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.