Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Page 73

Morgunn - 01.06.1981, Page 73
HVAR ER MANNKYNIÐ Á VEGI STATT? 71 dýr þau, sem skaðleg eru talin, en þau þyrma engu frekar nytsamlegum skordýrum. Fuglar éta skordýrin og deyja eða verða ófrjóir. Víða er svo komið, að söngfuglum hefur fækk- að ískyggilega. Efni þessi rigna niður i jarðveginn og eitra hina nytsömu íbúa moldarinnar, ánamaðka, gerla og sveppi, sem eru lífsskilyrði öllum gróðri jarðar. Með regnvatninu berast þau því næst í læki, ár og vötn og eitra eða drepa fisk- ana, sem þar eru fyrir. Eru dæmi þess mörg og óskemmtileg. Fiskinn borða mennirnir, og eitrið sezt fyrir i likömum þeirra. Kýr og aðrir gripir bita gras, sem mengað er skordýra- og illgresiseitri, það sezt fyrir i likömum gripanna og berst það- an í likami manna, sem neyta kjötsins og mjólkurinnar. Aldingarðar eru úðaðir. Eitrið berst á menn með ávöxtunum og ætijurtunum. Það er eiginleiki þessara eiturtegunda, að þær loða við ávexti og verða ekki af þvegnar. Annar eigin- leiki jieirra er sá, að líkaminn á þess ekki kost að losna við þau jafnbarðan, heldur safnast þau fyrir, einkum i fituvefj- um og Hffærum eins og bfur og nýrum. í Bandaríkjunum mun nú hvert mannsbarn hafa nokkurt magn af eiturefn- um þessum i líkama sínum. Magn þetta eykst með ári hverju, og enginn veit fyrir víst, hver áhrif það kann að hafa á heilsu- far almennings, þegar fram í sækir, eða heilbrigði og erfða- eigindir komandi kynslóða, en margir hinna dómbærustu vísindamanna eru mjög uggandi i því efni. Rannsóknamenn bandarísku heilbrigðisþjónustunnar komust að þeirri niður- stöðu fyrir svo sem áratug, að fáar eða engar fæðutegundir i Bandaríkjunum væru þá með öllu lausar við DDT-meng- un. Við Eystrasaltsströnd Svíþjóðar er mengun sjávarins orðin slík, meðal annars af kvikasilfurs- og blýsamböndum, að sums staðar er bannað að veiða fisk til átu, og mönnnum er ráðlagt að borða ekki nema ákveðið magn hænueggja á dag vegna óhollustu af annarlegum efnum, er komizt hafa i hænsnin. Allir muna eitrun Rinarfljóts (sem var raunar meira en nógu eitrað fyrir) af völdum skordýraeiturs, er i það komst á síðastliðnu sumri. Þá má nefna síaukið magn gerviáburðar, sem ausið er i moldina i þvi skyni að knýja

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.