Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Page 81

Morgunn - 01.06.1981, Page 81
HILDUR HELGA SIGURÐARDÓTTIR: Brúar endurholdgun bilið milli lífs og dauða? Viðtal við prófessor lan Stevensan, sem gert hefur ýtarlegustu rannsóknir á endurholdgunartilfellum, sem gerðar hafa verið og ferðast um fjórar heimsálfur í þeim tilgangi. En Stevenson er einnig þekktur geð- lœknir í Bandaríkjunum og forseti alþjöðasambands dulsálarfrœði nga. Forseti Alþjóðasambands dulsálarfræðinga er Ian Steven- son, prófessor í geðlækningum, frá Virginíu-háskóla í Banda- ríkjunum. Hann hefur fengist við dulsálarfræðilegar rann- sóknir í aldarfjórðung og helgað sig þeim eingöngu síðastliðin þrettán ár. Stevenson er einna þekktastur núlifandi sérfræð- inga á þessu sviði. Hann hefur ferðast vítt og breitt um heims- byggðina við rannsóknir á tilfellum og ritað bækm' um rann- sóknir sínar, sem þykja mjög athyglisverðar af þeim sem til þekkja. En endurholdgun, eða tilfelli, sem benda til þess að um hana kunni að vera að ræða, er eitt höfuðviðfangsefni Steven- sons og er hann sá eini af þátttakendum þingsins, sem stundað hefur víðtækar rannsóknir á fyrirbærinu. Blaðamaður Morgunblaðsins átti tal við Ian Stevenson á síðasta degi þings dulsálarfræðinga i Háskóla Islands. Auk rannsókna hans á endurholdgunartilfellum í hinum ýmsu löndum, bar á góma tilraunir þær, sem framkvæmdar voru til að kanna miðilshæfileika Hafsteins Björnssonar í Banda- rikjunum fyrir nokkrum árum.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.