Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Page 88

Morgunn - 01.06.1981, Page 88
86 MORGUNN komið væri við þá. Eðlisfræðingar vilja stuðla að endurbót- um á þessum rannsóknum, með því að innleiða þróaðan tækja- búnað til notkunar við tilraunir. Því er þannig farið með tilraunir af þesu tagi, að þær virð- ast aðeins vera árangursrikar þegar fólk er í vissu hugar- ástandi, vel upplagl. Því ríður á að þróa útbúnað, sem hefur meiri hvetjandi áhrif á þann, sem tilraunin er gerð á, en ten- ingarnir. Sem nokkurs konar samheiti yfir rannsóknir á því hverju fólk geti áorkað með hugarorku einni saman, notum við orða- tiltækið „mind over matter“, þ.e. yfirburðir hugarorkunnar yfir efnisheiminum. Dæmigerð tilraun, sem framkvæmd er á þessu sviði fer þannig fram, að við sýnum fóiki tæki, sem á eru margar litlar ljósaperur, raðað í hring, sem kviknar og slokknar á til skiptis i handahófskenndri röð. Fólk er síðan beðið að hafa áhrif á það í hvaða röð kviknar á perunum. Yfirburðir hugarork- unnar yfir efnisheiminum, eru eftir rannsóknum okkar að dæma, veikir. En einhver kraftur er samt þarna til staðar. Ef til vill of veikur til að koma að notum, en af hverju setti náttúran hann þarna? Það vitum við ekki og það er þessi óvissa, sem gerir þetta svið svo spennandi fyrir raunvísinda- menn,“ segir Schmidt. „Fjarhrif eru ekki rafmagnsbylgjur“. Sumir halda að mannkynið hafi haft meiri not af hugar- orkunni áður en síminn kom til sögunnar. Allt um það er eitt af vandamálum okkar, sem fáumst við rannsóknir á hvers konar yfirskilvitlegri skynjun, það, að krafturinn vill þverra fólki, þegar inn í rannsóknarstofuna er komið, á stundum a.m.k. Við höfum þvi ekki enn náð þeim árangri sem við óskum eftir. Það má líkja yfirskilvitlegri skynjun við sköpunargáfu. Fólk hefur hana í misjafnlega rikum mæli og þarf að vera i „réttu“ hugarástandi til að geta nýtt sér hana. Aftur á móli þekkjum við uppbyggingu heilans og vit-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.