Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Page 89

Morgunn - 01.06.1981, Page 89
DUI.SALARFRÆÐINGAR I’INGA 87 um ýmislegt um ferli hans. T. d. tel ég fjarhrif (telepathy) fullsannað fyrirbæri. Þau eru virk, þótt um órafjarlægðir sé að ræða. En fjarhrif eru ekki rafbylgjur, það er alveg öruggt, og því eitt af þvi ótalmarga, sem okkur skortir skýr- ingu á, enn sem komið er. „Framsýni“. Eg hef einnig fengist við tilraunir, sem miðuðust við það að kanna hæfni fólks til framsýni, „precognition“. Til að fá einhverskonar tölulegt yfirlit yfir hæfni miðla, sem kváðust geta sagt fyrir um óorðna hluti, var tekið i notkun tæki, sem raunar var mjög einfalt í uppbyggingu, en þjónaði þó til- gangi sínum vel. Þetta er ferhyrndur kassi, sem á eru fjórar ljósaperur, gul, rauð, græn og blá. Líkt og í fyrri tilrauninni kviknar á þeim í handahófskenndri röð, en í þessari tilraun áttu þátttakendur að segja fyrir um það, í hvaða röð myndi kvikna á perunum. Með ágiskun einni saman er liklegt að sá, sem tilraunin er framkvæmd á, giski rétt í um það bil 25% tilfella. Fari hlutfallstalan yfir það mark, bendir það til þess að um annað og meira en helbera ágiskun sé að ræða. Árang- urinn var mjög misjafn. Sá sem hæsta hlutfallstöluna hlaut, þ. e. gat sagt rétt fyrir um það , hvaða röð myndi kvikna á lömpunum í flest skiptin, var maður, sem alla ævi hafði dreymt fyrir daglátum. En eins og áður hefur komið fram, skiptir hugarástand fólks miklu i þessu samhengi. Áberandi var hve þeim, sem voru „vel upplagðir”, gekk betur. Þá virð- ist líka skipta máli að fólk hafi trú á jákvæðri útkomu i til- raunum sem þessum, sé ekki neikvætt. Þessi tilraun var fram- kvæmd á fleira fólki en atvinnumiðlum, m.a. börnum, mín- um eigin og öðrum. IJtkoma var mjög góð hjá mínum börn- um, en slakari hjá ókunnugum börnum. Rennir það stoðum undir það, sem ég sagði um áhrif umhverfis og hugarástands. Börnin mín voru i umhverfi, sem þau þekktu og slökuðu þvi á og höfðu gaman af öllu saman, en hin voru kannski spennt og óörugg undir framandi kringumstæðum.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.