Saga - 1968, Síða 11
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI
7
ernisleg, heldur einnig lýðræðisleg.1) Hann var ekki gef-
inn fyrir rökræður. Hin endurskoðaða stjórnarskrá var
fullkomin sem vottur um vilja þjóðarinnar; þjóðin vildi
ekki annað en einmitt þetta. Þannig var afstaða hans til
þeirrar andstöðu, sem fram kom gegn hinni ósveigjan-
legu stefnu hans meðal þeirra þingmanna, sem mestan
stjórnmálaþroska höfðu til að bera.2) Þessi valdsmanns-
lega afstaða kom greinilega fram á Alþingi 1887: Fyrst
vildi hann alls enga ráðstefnu með hinum þjóðkjömu þing-
mönnum um stjórnarskrármálið, og hann lét ekki undan
kröfunum um breytingar, fyrr en honum voru gerðir úr-
slitakostir. Hann hélt forustunni í þetta sinn með því að
koma til móts við þá andstæðinga sína, er fylktu sér um
Jón Ólafsson og Pál Briem.3)
Sömu einstrengingslegu afstöðu hafði hann utan þings.
Heima í Þingeyjarsýslu neitaði hann áð verða við ósk um
stjórnmálafund í framhaldi af sýslufundi, og hann mætti
ekki á þingmálafundi í Eyjafirði vorið 1887, þar sem
samþykkt var fyrir forgöngu Hjaltalíns að fresta stjórn-
ar skrármálinu.4)
Þetta aðgerðaleysi milli þinga og skortur á samstarfi
við aðra þingmenn leiddi til þess, að Benedikt Sveinsson
missti algerlega tökin á stjórnarskrármálinu á Alþingi
1889. í blöðum og á kjósendafundum hlaut stefna meiri-
1) Til eru mörg samtimaummæli, þar sem látin eru í ljós þau von-
brigði, að ekki skuli vera til verulega hæfur foringi í stjórnarskrár-
baráttunni. Sjá t. d. Jón Sigurðsson á Gautlöndum 25/8 ’87 í bréfi til
Valtýs Guðmundssonar, Stefán Stefánsson 20/10 ’87 í bréfi til Valtýs
Guðmundssonar, Austra 10/6 ’92 og 20/6 s. á. (merkt ,,J“). Sbr. bls. 5
neðanmáls.
2) Sbr. „Frá áheyrendapöllum” í Fjallkonunni 13/8 ’85: „Hann hugs-
ar oftast mál sitt út í æsar, en er fyrir það einatt ófús og tregur til
að setja sig inn í ólíka hugsun annara, þykir því óþjáll í samvinnu og
harðskiptinn . . .“. Einiiig í palladómum um þingmenn í sama blaði
11/10 ’93: B. Sv. er „allóþýður viðskiptis við þá, sem greinir á við
hann, og ekki mjúkur í samvinnu".
3) Sjá O. D„ Saga 1961, 259 o. áfr.
4) Stefán Stefánsson á Möðruvöllum 20/10 ’87 í bréfi til Valtýs
Guðmundssonar.