Saga - 1968, Síða 13
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI
9
báruna segir: „Ef stjórnarskrármálið er hið mesta nau'ð-
synjamál landsins, sem flestum mun koma saman um, þá
verður það mestur kostnaðurinn að drepa því niður."1)
Engin tilhneiging var til að slaka á stjórnarskrárkröf-
unum. Bæði Þórarinn Böðvarsson og Tryggvi Gunnarsson
rituðu að vísu blaðagreinar gegn framhaldi á stjórnar-
skrárbaráttu,2) en fengu engar undirtektir í blöðunum.
Þjó'ðviljinn beitti sér jafnvel fyrir því, að baráttan yrði
hert með því að framkalla beinlínis enn fleiri lagasynjan-
ir af hálfu stjórnarinnar og með því að koma kaupbanni á
danskar vörur.3) Þjóðólfur lét í ljós þá skoðun, að sam-
band landanna væri í hættu, ef stjórnin héldi áfram and-
stöðu sinni við innlenda stjórn.4) Jafnvel Tryggvi Gunn-
arsson, sem talaði um þessa „nýmóðins ímynduðu frelsis-
menn,“ — ritstjórana við Þjóðviljann og Þjóðólf, — varð
að viðurkenna, að yfirgnæfandi hluti landsmanna" styddi
líklega þá stjórnarskrárbót, sem fyrir var barizt,5) og
Matthías Jochumsson, sem var fremur vantrúa'ður á hinn
„nýja framsóknarflokk“ og kröfur hans, — „demokratisma
gegn leifum konungsvalds og burókrata,“ — vildi ljá því
lið „að laga stjórnarskrána og fá ákveðnari ábyrgð og
umráð inn í landið“.6)
í Fjallkonunni, sem reyndar dró enga dul á, að hún
teldi, að lýðveldi væri hið endanlega takmark stjórnar-
skrárbaráttunnar, vakti Jón Ólafsson máls á því, hvort
ekki mundi orðið tímabært að gera tillögu um sambands-
slit við Danmörku.7) Þetta leiddi til þess, að hann fékk
bréf „frá mörgum merkum mönnum úr öllum áttum lands
. . . og allir án undantekningar hafa verið samdóma grein-
1) Fjallkonan 6/8 ’87.
2) Isafold 11/7, 18/7 ’88, 12/1 '89; Þjóðólfur 14/9, 21/9 ’88; Þjóð-
viljinn 5/12 ’87.
3) Þjóðviljinn 12/12 ’87, 12/7, 12/11 ’88.
4) Þjóðólfur 13/7 ’88.
5) Isafold 12/1 ’89; auðkennt þar.
6) Matthias Jochumsson 10/9 ’88 í bréfi til Björns Jónssonar.
7) Fjallkonan 28/10, 19/11 ’87 og 4/1 ’89.