Saga - 1968, Síða 16
12
ODD DIDRIKSEN
vert, að í Isafold Björns Jónssonar er nú talað í fyrsta sinn
um þingræði eða „þingstjórn". „Jafnrétti vi'ð Dani“, segir
blaðið, „það er nú á tímum lítils virði, eins og farið er þar
með réttindi þjóðarinnar. Grundvallarlög þeirra eru á síð-
ustu árum orðin álíka þýðingarlaust pappírsblað og stjórn-
arskrá vor. Vér sníðum vora stjómarskrá sem mest eftir
þeirri fyrirmynd, er allar þjóðir í Evrópu, er teki'ð hafa upp
frjálslega þingstjórn, hafa fylgt: eftir stjórnarlögum Eng-
lands eða nýlendna þess.“ Blaðið reisir von sína um sigur
að lokum á hinum dönsku vinstrimönnum.1) Ef til vill fólst
í þessu gagnrýni á stefnu Benedikts Sveinssonar. Það er
að minnsta kosti eftirtektarvert, að Björn Jónsson ritaði
þetta viku eftir að Páll Briem hafði haldið fyrirlestur í
Reykjavík, þar sem hann hélt fram stjómskipan Kanada
sem fyrirmynd við lausn á stjórnskipunarmálinu.2)
Stjórnmálaáhugi hefur auðsjáanlega verið lítill á þessum
tíma. Jón Sigurðsson á Gautlöndum gerði ráð fyrir, a'ð ekki
væri nema þriðjungur þingmanna, „sem hefur hug og dug
til að halda uppi stjórnarbaráttunni". „Enda er nú mjög
mikið komið undir því, hvort þessum fáu mönnum tekst að
halda þjóðinni vakandi til næsta þings . . .“3) Skúli Thor-
oddsen bjóst við, að „deyfingjabragur á pólitíkinni“ mundi
leiða til þess, að ekki yrði haldinn Þingvallafundur 1888 og
líklega ekki heldur fundir í öllum kjördæmum.4) Frá Norð-
urlandi, þar sem áhuginn á stjórnarskrármálinu virðist áð-
ur hafa verið meiri en annars sta'ðar á landinu,5) skýrir
glöggskyggn maður eins og Stefán Stefánsson kennari við
Möðruvallaskóla frá því, að algert pólitískt áhugaleysi sé
ríkjandi meðal almennings.6) „Blöðin okkar tala um áhuga,
um þjóðvilja, en það er enginn þjóðvilji, enginn áhugi á
1) Isafold 18/8 ’88.
2) Sjá hér á eftir bls. 27.
3) J. S. 25/8 '87 I bréfi til Valtýs Guðmundssonar.
4) Sk. Th. 29/2 ’88 í bréfi til Boga Th. Melsteds.
5) Sjá O. D„ Saga 1961, 204 o. áfr.
6) Stefán Stefánsson 20/10 ’87 í bréfi til Valtýs Guðmundssonar, 21/10
og 7/11 '87 í bréfum til Boga Th. Melsteds.