Saga - 1968, Page 17
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI
13
stjórnarskrárendurskoðuninni og hefur aldrei verið, það er
tómur tilbúningur. Mótmælendur hafa sagt satt,“ segir
Stefán og þykir þunglega horfa.1) Orsökina telur hann
vera dauð blöð og aðgerðarlausa þingmenn. „Okkur vantar
mann eins og Jón Sig[urðsson] og rit eins og Ný-Fél[ags-
rit]“2) Jafnvel í Þingeyjarsýslu og í Þjóðliðsblaðinu Norð-
urljósinu er allt dautt.3) Víst er um það, að deyfð var kom-
in í Þjóðliðið,4) og varð það ástand síðan varanlegt. Lífið
og sálin í þessum félagsskap, Pétur Jónsson á Gautlöndum,
komst að raun um, að erfitt væri að reka skipulega stjórn-
málastarfsemi í harðæri og kröggum.5)
Þó fór það svo, að einnig að þessu sinni átti þingeyskur
aðili, Þjóðliðið, frumkvæðið að Þingvallafundi, en slíkir
fundir höfðu oft áður átt drjúgan þátt í því að efla meiri-
hluta á þingi í stjórnarskrármálinu. Og nú átti Benedikt
Sveinsson einnig þar hlut að. Á fundi á Einarsstöðum í
Reykjadal 26. marz 1888 ákváðu Benedikt Sveinsson, Jón
Sigurðsson, sr. Benedikt Kristjánsson, Jón Jónsson (á
Reykjum frá því vori) og aðrir málsmetandi Þingeyingar
að koma á fundi á Þingvöllum á sumri komanda með kj örn-
um fulltrúum af öllu landinu. Enginn alþingismaður var
þar kjörgengur. Ætlunin var, að niðurstaða fulltrúakjörs
skyldi samsvara alþingiskosningum sama ár.6)
„Þingeyingar vaknaðir,“ segir Stefán Stefánsson hrif-
inn í fréttum til Kaupmannahafnar. „Héldu fund og ákváðu
að senda hráðboða til þingmanna af meirihlutanum og ann-
ara helztu manna með áskorun um að hlutast til um, að
haldinn verði Þingvallafundur. Hraðboðinn hefur þegar
hlaupið suður um . . . Rétt áður en ég fór af stað [þ. e. til
1) 20/10 ’87 I bréfi til V. G.; sbr. 7/11 '87 í bréfi til B. Th. M.:.því
miður hafa stjórnarskrárfjendurnir satt að mæla, það er enginn áhugi
hjá þjóðinni, hún sefur . . .“.
2) 20/10 ’87 I bréfi til V. G.
3) Stefán Stefánsson 27/2 ’88 i bréfi til Boga Th. Melsteds.
4) Sbr. Pétur Jónsson 15/9 ’87 í bréfi til Boga Th. Melsteds.
5) Sama bréf.
6) Þjóðviljinn 26/4 ’88; sbr. auglýsingu 12/7 ’88.