Saga - 1968, Síða 18
14
ODD DIDRIKSEN
Helgavatns], var mér boðið að vera á leynifundi sem [Jón]
Gauti ætlaði að halda á Akureyri með nokkrum útvöldum
kjósendum, en gat því miður ekki tekið boðinu . . ,“1)
Þingvallafundurinn kom saman 20. ágúst og var slitið
kvöldið eftir. Þar mættu 28 kjörnir fulltrúar, en af þeim
voru 13 bændur, 11 embættismenn, 3 embættislausir
menntamenn og 1 úr borgarastétt og þar að auki 18 al-
þingismenn — án atkvæðisréttar — og á annað hundrað
fundargestir aðrir. Sjö manna nefnd, sem Skúli Thorodd-
sen var formaður í, lagði fram ályktunartillögu, sem sam-
þykkt var með 26 atkvæðum gegn l.2) I ályktuninni er
skorað á Alþingi að „semja og samþykkja frumvarp til
endurskoðaðra stjórnskipunarlaga fyrir Island, er byggt
sé á sama grundvelli og fari í líka stefnu og frumvörpin
frá síðustu þingum, þannig, áð landið fái alinnlenda stjórn
með fullri ábyrgð fyrir Alþingi". Þá var og samþykkt önn-
ur tillaga frá nefndinni, einnig með einu mótatkvæði, með
áskorun til þeirra þingmanna, er verið höfðu í minnihlut-
anum 1887, um annaðhvort að fylgja stjórnarskrármálinu í
frumvarpsformi eða leggja niður þingmennsku ella. Sá eini,
sem atkvæði greiddi á móti í bæði skiptin, var Hannes Haf-
stein.3) Samkvæmt tillögu frá Skúla Thoroddsen var loks
samþykkt að auka tölu kjördæma svo, að framvegis ættu
14 þingmenn sæti í efri deild — 8 þjóðkjörnir og 6 konung-
kjörnir — og 28 í neðri deild.4)
1) Stefán Stefánsson 21/4 ’88 i bréfi til Valtýs Guðmundssonar.
2) Fundarstjórinn (Björn Jónsson ritstjóri) hefur sennilega ekki haft
atkvæðisrétt fremur en forsetar Alþingis í þá daga.
3) Á kjörfundi í Hafnarfirði 1895 (vegna aukakosninga, er kosinn
var þingmaður í stað Þórarins Böðvarssonar) gerði H. H. þessa grein
fyrir afstöðu sinni á Þingvallafundinum 1888 samkv. frásögn ísafold-
ar: t því stjórnarskrárfrumvarpi, sem þá lá fyrir, hafði verið um að
ræða „lögboðinn parlamentarismus" (leturbr. í Isafold) með því ákvæði,
að ekki mætti innheimta skatta, nema búið væri að samþykkja fjár-
lög i þinginu. Hann hafði mótmælt þessu ákvæði vegna þess, að ekki
hafði verið nokkur von um að fá slíku framgengt hjá stjórninni (Isa-
fold 8/6 ’95).
4) tsafold 22/8 ’88; Þjóðviljinn 6/9 ’88; Norðurljósið 10/9 ’88.