Saga - 1968, Page 19
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI
15
Eins og vænta mátti, tók Þingvallafundurinn ákve'ðna
afstöðu í deilunni milli meirihluta og minnihluta á Alþingi
1887: Stjórnarskrárbaráttunni skyldi haldið áfram hik-
laust á þeim grundvelli, sem lagður hafði verið, en afstaða
minnihlutans var eindregið fordæmd. Gagnstætt Þingvalla-
fundinum 18851) voru í þetta sinn ekki gerðar neinar
ákveðnar kröfur um frestandi synjunarvald, árlegt þing-
hald og styttri kjörtímabil. Eigi að síður var augljóst af
orðalagi ályktunarinnar, að fulltrúarnir á Þingvöllum
vildu ekki skuldbinda þingmennina til að styðja stjórnar-
skrárfrumvarp það, sem Alþingi hafði samþykkt 1885 og
1886, eða það, sem Ne'ðri deild samþykkti 1887. í álykt-
uninni er skorað á Alþingi að semja og samþykkja frum-
varp, er reist væri á þeim grundvelli, sem þegar var lagð-
ur. Samkvæmt orðalaginu túlkaði ályktunin öllu fremur
ósk um, að samning stjórnarskrárfrumvarpsins yrði tek-
in til nýrrar íhugunar, heldur en að Alþingi yrði að fylgja
þeirri stefnu, sem Benedikt Sveinsson beitti sér fyrir. For-
maður nefndar þeirrar, sem lagði fram ályktunartillöguna,
var sem sé Skúli Thoroddsen, og hann hafði sem kunnugt
er2) látið í ljós ósk um traustari tryggingu fyrir þing-
ræðislegu stjórnarfari en var að finna í hinni endurskoð-
u'ðu stjórnarskrá frá 1885/86. Svo síðla sem 29. júlí 1888
sagði hann á kjósendafundi á ísafirði, að frestandi synj-
unarvald ásamt árlegu þinghaldi og þriggja ára kjör-
tímabili væri „vissasta trygging fyrir farsælli stjórn“.3 4 5)
Sömu sjónarmiðum hefur óefað verið haldið fram af
þjóðliðsmönnum.‘) Pétur Jónsson á Gautlöndum var að
minnsta kosti mótfallinn því að samþykkja frumvarpið
frá 1885/86 óbreyttA)
Forvígismenn endursko'ðunarinnar á stj órnarskránni
1) Sjá O. D„ Saga 1961, 222 o. áfr.
2) Sjá sama rit, 255 o. áfr.
3) Þjóðviljinn 11/8 ’88.
4) Sbr. O. D„ Saga 1961, 254 o. áfr.
5) Pétur Jónsson 15/9 ’87 í bréfi til Valtýs Guðmundssonar.