Saga - 1968, Page 21
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI
17
og Þingvallafundurinn við endurskoðun stjórnarskrárinn-
ar.1) í þrem kjördæmum — Snæfellsnessýslu, Húnavatns-
sýslu og Norður-Múlasýslu — var í fundaályktununum
beint lýst stuðningi við frumvarpið, eins og það hafði verið
samþykkt í Neðri deild 1887.2) Aðeins í Gullbringu- og
Kjósarsýslu, kjördæmi Þórarins Böðvarssonar og sonar
hans, Jóns Þórarinssonar, var þingmálafundurinn mót-
fallinn því, að stjórnarskrármálið yrði nokkuð tekið til
meðferðar 1889.3) Á fundinum í Borgarfirði sagði þing-
maðurinn, Grímur Thomsen, að hann mundi ekki greiða
atkvæði með nokkru frumvarpi, sem ekki hefði að geyma
ákvæði um frestandi synjunarvald, en nú átti það ekki —
eins og 18864) — aðeins að taka til landstjórans, heldur
einnig konungsins. Þingmálafundurinn þar krafðist einn-
ig frestandi synjunarvalds.5)
Rétt eftir að Alþingi kom saman 1889, hafði Þjóðólfur
þá fregn að færa, að meirihluti þjóðkjörinna þingmanna
hefði myndáð „flokk sín á meðal til að efla samheldni og
gott samkomulag á þingi í sumar“. Blaðið bætti því við,
að flestir hinna þjóðkjörnu hefðu þegar gengið í flokk-
inn.6) Nokkru seinna staðfesti Þjóðviljinn flokksstofnun-
ina og upplýsti, að flokkurinn hefði samþykkt lög og
stefnuskrá, og nafngreindi þá, sem utan við stóðu: Þór-
arin Böðvarsson, Jón Þórarinsson, Jónas Jónassen, Grím
Thomsen og Friðrik Stefánsson, auk þriggja þingmanna,
sem enn voru ekki komnir til þings, — þann 6. júlí.7)
Um nánari atvik gátu þessi blöð ekki.
Jón Ólafsson ræðir nokkru nánar um þessi samtök í
opnu bréfi til kjósenda í Fjallkonunni haustið 1889. Að-
1) ísafold 19/6, 22/6, 26/6, 29/6, 3/7 ’89; Þjóðviljinn 30/6 '89; sbr. hér
að ofan.
2) Þjóðviljinn 29/7 ’89; Isafold 26/6, 6/7 ’89.
3) ísafold 26/6 ’89; Þjóðólfur 9/7 ’89.
4) Sjá O. D„ Saga 1961, 242 o. áfr.
5) Isafold 22/6 ’89.
6) Þjóðólfur 5/7 ’89.
7) Þjóðviljinn 29/7 ’89.
2