Saga - 1968, Qupperneq 22
18
ODD didriksen
eins fimm hinna þjóðkjörnu þingmanna hafa, að því er
Jón Ólafsson segir, ekki gerzt þátttakendur, — þeir
sömu, sem Þjóðviljinn nafngreinir. Þingflokkurinn kaus
sér fimm manna stjórn, og Jón Ólafsson tekur fram,
sýnilega óánægður, að enginn stjórnarmanna hafi verið
úr Efri deild, þar sem hann átti sjálfur sæti. Stjórnin
kaus sér að formanni séra Sigurð Stefánsson, og var Jón
Ólafsson auðsjáanlega ekki ánægður með þá ráðabreytni.
Á stefnuskrá flokksins voru aðeins þrjú mál: Stjórnar-
skrármálið, ráðstafanir til að bæta úr tekjurýrnun lands-
sjóðs og aukin sjálfstjórn héraðanna. Ósamkomulag varð
um frumvarpið um endurskoðaða stjórnarskrá, og deilan
varð bæði löng og hörð, segir Jón.1) I því nær öllum mál-
um, sem verulegt ósamkomulag var um, var formaðurinn,
Sigurður Stefánsson, í minnihluta, oftast ásamt Benedikt
Sveinssyni. Jón Ólafsson sagði sig úr þingflokknum, þeg-
ar meirihluti hans í Neðri deild brást í þriðja stefnuskrár-
málinu með því að greiða atkvæði gegn frumvarpi um
að veita héruðunum ákvörðunarrétt í vínverzlunarmálum,
en það kemur í ljós af frásögn Jóns Ólafssonar, að þetta
gerðist á þeim tíma, þegar stjórnarskrárfrumvarpið var
í nefnd í Efri deild. Hin raunverulega ástæða til þess, að
hann sagði sig úr þingflokknum, hefur sennilega verið
ágreiningurinn í stjórnarskrármálinu. Jón Ólafsson segir,
að eftir að hann hafði sagt sig úr þingflokknum, hafi hann
víst ekki haldið nema einn fund, en síðan liðið undir lok
í kyrrþey.2) Eftir þessu hefur úrsögn Jóns Ólafssonar
átt sér stað einhvern tíma milli 5. og 10. ágúst, þegar
nefndin í Efri deild hafði stjórnarskrárfrumvarpið til
meðferðar.3) Jón Jónsson á Reykjum, sem var í stjórn-
inni, staðfestir, að Sigurður Stefánsson hafi verið kosinn
formaður. Varðandi endalok flokksins segir hann, að Sig-
urður Stefánsson hafi skyndilega hætt að boða fundi í hon-
1) Sjá hér eftir bls. 21 o. áfr.
2) Fjallkonan 10/10, 30/10 og 9/11 ’89.
3) Alþt. 1889 A, 401; C, 445 o. áfr.