Saga - 1968, Page 24
20
ODD DIDRIKSEN
Efri deild kom í ljós, að tilboðið bar árangur. Nokkrir
hinna konungkjörnu þingmanna voru fúsir til samninga.
En afleiðingin af miðlunarsamningunum varð ný sundrung
meðal hinna þjóðkjörnu þingmanna, og svo fór, að árið
1889 gerði Alþingi ekki neina samþykkt í stjórnarskrár-
málinu.
Um það bil þriðjungur lögákve'ðins þingtíma var liðinn,
þegar stjórnarskrárfrumvarpið var lagt fram í Neðri deild.
Orsök þessa seinagangs var, eins og brátt mun lýst verða,
ósamkomulag í þingflokki meirihlutans. Flytjendur frum-
varpsins voru Sigurður Stefánsson frá Vigur, Jón Jóns-
son á Reykjum, Eiríkur Briem, Páll Briem og Þorvaldur
Kerúlf.1) Benedikt Sveinsson hafði verið kjörinn forseti
Neðri deildar og varð ekki eins umsvifamikill í málinu
á þessu þingi og hann var vanur.
Uppistaðan var frumvarp það, sem samþykkt hafði ver-
ið í Neðri deild 1887. En nokkrar mikilvægar breytingar
höfðu þó verið gerðar. Flestar þeirra miðuðu að því að
skýra sambandið milli konungs og landstjóra og þar með
samband Islands við Danmörku. Konungur átti að tilnefna
ráðherra fyrir Island, sem vera átti við hlið konungs og
bera ábyrgð á ákvörðunum hans í málefnum þess. Nánar
skyldi ákveðið með lögum, hvernig Alþingi gæti að sínu
leyti komið fram þessari ábyrgð. I stáð hins næsta óljósa
orðalags „konungurinn eða landstjórinn" í frumvörpunum
frá 1885/86 og 1887 var nú sett „landstjórinn". Þannig
var nú orðið ótvírætt, að landstjórinn átti að koma í stað
konungs 1 öllum íslenzkum sérmálum. Landstjórinn átti
að tilnefna hina innlendu ráðherra, sem bera skyldu ábyrgð
á stjórnarathöfnunum. Ákvörðun um staðfestingu laga frá
Alþingi skyldi falin landstjóranum, nema um væri að ræða
stjórnarskrárbreytingar, þá skyldi konungur fara með
það vald. En konungur átti þá að hafa vald til að aftur-
1) Alþt. 1889 C, 179.