Saga - 1968, Page 26
22
ODD DIDRIKSEN
sem Eiríkur Briem var upphafsmaður a'ð: „Ég hafði komið
þeim ákvæðum inn í frv. ’87, að aldrei mætti bráðabirgða-
fjárlög út gefa. Séra Eiríkur athugaði við þetta, að svo
gæti farið, að önnur hvor þingdeildin eða báðar yrðu svo
óþýðar til samkomulags, að eigi yrði nein fjárlög sam-
þykkt, og væri þá stjórninni ekki um að kenna, en þá
yrði þó fjárlagalaust og engin útsjón til áð fremur bættist
úr samkomulagi þingdeilda, þótt stjórnin færi frá. Þetta
viðurkenndu menn rétt vera. En til þess að tryggja það,
að stjórnin skyldi ekki geta stofnað oss í fjárlagaleysi
með þingrofi, var sett in áðurnefnda ákvörðun [um tak-
markaðan þingrofsrétt landstjórans] í 13. gr."1) Þriðja
breytingartillagan — um rétt konungs til að afturkalla
staðfestingu — kom frá Páli Briem, og Jón Ólafsson segir,
þó að undarlegt megi virðast, að hann hafi fagnað þessari
tillögu mjög, því að hann var „fyrir löngu sannfærður um,
að þetta væri ið eina fyrirkomulag sem nokkur stjórn gæti
gengið að og viðunandi væri fyrir oss, úr því að eigi var
komandi við takmörkun þá á synjunarvaldi konungs, að
það yrði aðeins frestandi.“ Nefndin klofnaði í afstöðunni
til afturköllunarréttarins, og hún samþykkti þá að láta
flokksfundinn skera úr. Þar var tillagan síðan samþykkt
gegn vilja Benedikts Sveinssonar.2)
Réttur konungs til að afturkalla staðfestingu landstjór-
ans var greinilega það atriðið, sem mestum deilum olli í
þingflokknum. Samkvæmt frásögn Þorleifs Jónssonar voru
þeir Benedikt Sveinsson og Sigurður Stefánsson að vísu
sérstaklega mótfallnir tveim atriðum í hinu breytta frum-
varpi. Annað var ákvæðið um ráðherra við hlið konungs.
Hitt var breytingin á orðalaginu „konungur eða land-
stjóri" í „landstjóri“. En hann upplýsti einnig, að til að
koma til móts við Benedikt Sveinsson og Sigur'ð Stefáns-
son hafi verið ákvéðið, að afturköllunarréttur konungs
skvldi einungis taka til laga, sem konungur teldi viðsjár-
1) Fjallkonan 10/10 ’89.
2) Sama blað 30/10 ’89.