Saga - 1968, Qupperneq 28
24
ODD DIDRIKSEN
gæta, að ákvæ'ðið, sem kom í staðinn í 17. grein, tryggði
Alþingi raunverulega fullt vald í fjármálum. Ef Alþingi
hafði samþykkt fjárlög, gat stjómin ekki annað gert en
taka þau góð og gild. Hin óbreyttu ákvæði um fundi sam-
einaðs þings, þar sem einfaldur meirihluti réð, þegar um
fjárlög var að ræða, virtust vera sæmileg trygging fyrir
því, að alltaf mundu liggja fyrir fjárlög samþykkt af Al-
þingi. Stjórnin gat ekki beitt neitunarvaldi til að ónýta
fjárlög, því að hún gat ekki — samkvæmt 17. grein —
gripið til þess ráðs að gefa út bráðabirgðafjárlög.
Landshöfðinginn, Magnús Stephensen, leit þó ekki á
breytingarnar sem neitt spor í samkomulagsátt. Þegar
frumvarpið var lagt fram í Néðri deild, tók hann til máls
og lýsti yfir því, að eftir því sem hann bezt gæti séð, gengi
það enn lengra en frumvarpið frá 1887 í því að takmarka
vald konungs og mundu því litlar líkur til þess, að það
hlyti staðfestingu. Það, sem hann sýnilega átti við, var
breytingin á orðalaginu „konungur eða landstjóri" í „land-
stjóri“.
Kosin var sjö manna nefnd, og voru í henni auk hinna
fimm flutningsmanna þeir Þorleifur Jónsson og Jón Jóns-
son á Reykjum.1) Nefndin skilaði sameiginlegu áliti, þar
sem lagt var til, að frumvarpið yrði samþykkt með nokkr-
um breytingum. Flestar þeirra voru orðalagsbreytingar,
en ein var þó allmikilvæg: Hinir tólf þingmenn í Efri
deild skyldu allir kosnir af Néðri deild, en þeir áttu að
geta haldið sæti sínu þar til sjötugs; við fyrstu kosningu
til Efri deildar átti landstjórinn að tilnefna þriðjung
þingmanna. Þessu tengd er breytingin á ákvæðinu um
þingrofsrétt landstjórans, sem samkvæmt tillögu nefnd-
arinnar á aðeins að taka til Neðri deildar. Um Efri deild
segir í greinargerðinni: „Það er tilgangur með efri deild
að halda í við neðri deild og veita löggjafarvaldinu meiri
festu en annars myndi verða. . . . þar sem hér á landi er
1) Alþt. 1889 B, 131—133.