Saga - 1968, Side 29
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI
25
hvorki nein stétt eða auðmenn, sem miðað ver'ður við, þá
hefur oss virzt eðlilegast og réttast. . . að hafa ákvæði um,
að menn skuli kosnir til efri deildar um langan tíma . . ,“1)
I umræðunum lagði Páll Briem, sem var framsögu-
ttiaður nefndarinnar, áherzlu á það, að samkvæmt þessu
frumvarpi gæti ekki komið til neinna deilna milli hinnar
innlendu stjórnar og stjórnarinnar í Kaupmannahöfn, því
að „yfirstjórnin" í Kaupmannahöfn mundi hafa „töglin
og hagldirnar". Hins vegar var það „hugsanlegt", að deila
gæti risið milli innlendu stjórnarinnar og þingsins; „en
samt virðist mér eptir e'ðli málsins eigi ástæða til fyrir Is-
lendinga að vantreysta stjórninni svo að óreyndu, að
stjórnin muni gjöra mörg mál að deiluefni, og á hinn bóg-
mn held ég, að stjórnin muni ekki hafa ástæðu til að bera
vantraust til fulltrúa hinnar íslenzku þjóðar, þegar litið
er til þess, hvernig Islendingar hafa komið fram í stjórn-
ftiálum hingað til; enda vona ég, að þar sem þingið getur
samið við rá'ðgjafana, sem hafa á hendi framkvæmdar-
valdið, að allar snur'ður muni lagast, sem kunna á að
koma.“2)
Um Efri deild sagði hann, að hún ætti að vera „íhalds-
flokkur" í löggjöfinni, og áleit nefndin, að því marki yrði
nað með þeirri breytingu, sem gerð hafði verið, „því eins
Off vér vitum, er það altíðast, að gamlir menn fella sig
siður við ýmsar nýjungar og nýbreytni en þeir, sem ungir
eru.“ Það ákvæði, að landstjórinn skyldi tilnefna fjóra
þingmenn í Efri deild í fyrstu kosningu til hennar, rök-
studdi hann með því, að á þann hátt mætti koma í veg
fyrir, að Neðri deild gæti haft áhrif á landsdóm; eftir
að hinn ákærði hefði neytt réttar síns til að ryðja fimm
meðlimum, mundu sem sé ekki geta orðið eftir fleiri en
brír, sem Neðri deild hafði kosið. Páll Briem vék líka
að þeim breytingum, sem gerðar höfðu verið varðandi
Alþt. 1889 C, 264 o. áfr.
2> Sama rit B, 444 o. áfr.