Saga - 1968, Qupperneq 31
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI 27
hann hafi álitið 1886, að Islandi væri „borgið“, ef „parla-
mentarismus“ kæmist á.1)
Hugmyndir Páls Briems um endurskoðun stjórnarskrár-
innar á þessum tíma þekkjum vér bezt af fyrirlestri, sem
hann flutti fyrir um það bil 200 áheyrendum í Reykjavík
11. ágúst 1888 og birtur var í heild í Þjóðólfi, og einnig af
ritgerð — „Um stjórnmál íslands“ — í Andvara 1890. í
fyrirlestrinum lagði hann áherzlu á, að ráðherraábyrgðin
ætti ekki aðeins að taka til stjórnarskrárbrota, heldur ætti
stjómin að vera ábyrg „fyrir embættisrekstur sinn yfir
höfuð að tala“, án þess að nauðsynlegt sé að skilja það svo,
að hann hafi hugsað sér pólitísk-siðferðilega ábyrgð. Hins
vegar lagði hann áherzlu á, að stjórnarábyrgðina yrði að
tryggja „með því að skipa landsdóm hér á landi“, og ekkert
bendir til, að hann hafi haft í huga annað en lögfræðilega
ábyrgð ráðherra. En það hafði aftur á móti Jón Ólafsson í
umræðunum eftir fyrirlesturinn: „Það, sem vér viljum fá,
er, að ábyrgðin færist hingað, ábyrgð gagnvart þingi og
þjóð, bæði lagaleg . .. og siðferðisleg ábyrgð.“2) Páll Briem
væddi rækilega um stjórnarskrá Kanada, sem hann taldi,
að gæti verið til fyrirmyndar fyrir Island, en í því sam-
bandi vék hann ekkert að þingræðinu. Hann sagði, að land-
ið yrði að fá „innlenda og jafnframt þingbundna og kraft-
mikla stjórn,“ en hann sagði ekkert um það, hvort styrkur
þessarar þingbundnu stjórnar ætti að byggjast á því, að
hún nyti trausts og stuðnings hins þjóðkjörna þings, eða
hvort styrkur hennar ætti að vera í því fólginn, að hún
gæti, þegar svo bæri undir, boðið meirihluta þingsins
byrginn.3)
Einnig í Andvaragreininni bendir Páll Briem á brezkar
sjálfstjórnarnýlendur sem fyrirmynd, einkum Kanada. En
1) Páll Briem 28/1 ’86 í bréfi til Valtýs Guðmundssonar.
2) Isafold 18/8 ’88.
3) Þjóðólfur 17/8 ’88.