Saga - 1968, Page 33
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI
29
inn sem dómstól. Það er auðvitað, að yfirdómurinn getur
ekki verið verkfæri í höndum neðri deildar, til að hafa það
í’áðaneyti úr völdum, sem henni mislíkar við, en hinn dóm-
stóllinn er ekki ákjósanlegri fyrir hana í þessu efni. Það er
jafnvel miklu óheppilegra fyrir neðri deild að láta efri
deildar menn dæma málið, því að það liggur í augum uppi,
að enginn ráðgjafi getur haldið sæti sínu, nema meiri liluti
efri deildar styðji hann, en ef hann hefur meiri hlutann
nieð sér, þá er landsdómurinn með honum."1)
Hér fer ekki milli mála, að Páll Briem heldur því fram,
að ráðherra geti ekki haldið sæti sínu í stj órninni án stuðn-
ings meirihlutans í Efri deild. Hins vegar á hann sýnilega
að geta setið í óþökk Neðri deildar, en það kemur enn
greinilegar fram í því, sem síðar segir: „Eftir tillögu Sig-
urðar Stefánssonar verður því afleiðingin þessi, að þegar
niisklíðir eru milli neðri deildar og ráðaneytisins, þá má
néðri deild jafnan eiga það víst, að hafa ekki að eins efri
deildina móti sér, heldur einnig landsdóminn, og verður eigi
séð, að hverju leyti þetta er neitt æskilegra fyrir hana held-
ur en að yfirdómurinn dæmi mál þau, er hún býr á hendur
ráðgjöfunum.“2 3)
Umræðurnar í neðri deild urðu mjög stuttar. Landshöfð-
inginn endurtók þá yfirlýsingu, sem hann flutti, þegar
frumvarpið var lagt fram, en Þórarinn Böðvarsson, for-
ingi minnihlutans 1887, lét í ljós ánægju sína yfir því, að
nieð þessu frumvarpi væri gerð tilraun til að ná samkomu-
iugi við dönsku stjórnina. Breytingarnar, sem gerðar höfðu
verið, höfðu tryggt frumvarpinu stuðning minnihlutans frá
1887, og var það samþykkt með breytingum nefndarinnar
nieð 19 atkvæðum gegn aðeins 2, þeirra Gríms Thomsens
og Jónasar Jónassens, og var síðan afgreitt til Efri deild-
ar.3)
í Efri deild var frumvarpinu vísáð umræðulaust til fimm
1) Andvari 1890, 41; auðkennt af O. D.
2) Sama rit, 41 o. áfr.
3) Alþt. 1889 B, 451, 454, 557.