Saga


Saga - 1968, Page 34

Saga - 1968, Page 34
30 ODD DIDRXKSEN manna nefndar.1) Meirihluti nefndarinnar, — hinir tveir konungkjörnu Jón A. Hjaltalín, E. Th. Jónassen og hinn þjóðkjörni þingmaður Friðrik Stefánsson, — lögðu til nokkrar breytingar, sem þeir töldu, að myndu fyrr eða síð- ar leiða til samkomulags við stjórnina. Jón Ólafsson studdi nefndarálit meirihlutans með fyrirvara. Skúli Þorvarðar- son var einn í minnihluta og vildi fá frumvarpið samþykkt óbreytt. Meirihlutinn lagði til, að skotið yrði inn ívitnun í stöðulögin og vildi taka upp heitið jarl í staðinn fyrir landstjóra. Þar sem stóð í frumvarpinu, eins og það kom frá Neðri deild, að konungur „lætur“ landstjórann fara með vald sitt, breytti meirihluti nefndarinnar því orða- lagi í „getur látið“. Afturköllunarrétt konungs lét meiri- hlutinn standa óbreyttan, en bætti við hann ákvæði um, að jarlinn gæti, ef honum þætti ástæða til, vísað spurningunni um staðfestingu til konungs. Ennfremur lagði meirihlutinn til, að þingmenn Efri deildar skyldu kjörnir ævilangt, fyrst af konungi, en síðan af jarli. Loks skyldi ákvæðið um lands- dóm falla brott, en æðsti dómstóll landsins dæma í ábyrgð- armálum. I sambandi við þetta er ákvæðið um, að dómara í æðsta rétti landsins megi ekki kjósa á þing. Ráðherra átti aðeins að mega kjósa til Neðri deildar.2) í þessu meirihlutaáliti birtast skoðanir þær, sem fram komu í nefndaráliti hinna konungkjörnu 18873), nú sem fullunnar tillögur. Eigi að síður voru breytingartillögurn- ar fram komnar eftir viðræður við hóp þingmanna í Neðri deild. Jón Ólafsson skýrir svo frá, að hann hafi alltaf ráð- fært sig, meðan á störfum nefndarinnar stóð, við þá þing- menn í Neðri deild, sem honum stóðu næst, og getur sér- staklega Páls Briems.4) Að því er Jón Ólafsson segir, hafa verið einir 8—9 menn í þessum hópi, sem hélt fundi sína á lofti alþingishússins, heima hjá Jóni Ólafssyni og á rit- 1) Alþt. 1889 A, 401. 2) Sama rit C, 445 o. áfr. 3) Sjá O. D„ Saga 1961, 265 o. áfr. 4) Fjallkonan 9/11 ’89.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.