Saga - 1968, Side 35
KRAFAN UM ÞXNGRÆÐI
31
stjórnarskrifstofu Þjóðólfs. Hvorki Benedikt Sveinsson né
Sigurður Stefánsson munu hafa verið hafðir með í ráð-
um.1) Hins vegar segir Jón Ólafsson, að hann hafi leitað
i'áða hjá ritstjói’a Isafoldar, Birni Jónssyni. Um umræður
er ekki annað sagt en það, að Jón Ólafsson gerði grein fyrir
gangi málsins og að þátttakendur reyndu að komast að sam-
eiginlegri niðurstöðu um, hversu langt væri hægt að ganga
til þess að ná samkomulagi í nefndinni. Jón Ólafsson leggur
áherzlu á, að hann hafi ekki stigið nokkurt skref án sam-
í’áðs við „nokkra beztu menn meiri hlutans í neðri deild“.2)
Þorleifur Jónsson getur þess ekki, hvað fundarmenn hafi
verið margir, en segir, að ,,flestir“ þeirra hafi verið fúsir
til samkomulags, en samt sem áður vildu þeir ekki binda
sig í neinu.3)
Það var í rauninni aðeins eitt, sem Jón Ólafsson fann að
meirihlutaálitinu, samsetning Efri deildar. I umræðunum
sagði hann, að fyrirkomulag það, sem gert var ráð fyrir í
aefndarálitinu, væri að vísu á ytra borðinu líkt því, sem í
gildi væri í Kanada, því að einnig þar væri samsetning öld-
angadeildarinnar ákveðin af stjórninni. En einn mikilvæg-
ur munur væri þó: í reynd var stjórnin í Kanada sjálf kos-
in af neðri málstofunni, svo að segja mátti, að öldunga-
deildin væri kosin af neðri málstofunní með óbeinum kosn-
iugum. Tvídeildaskipanin var nauðsynleg forsenda fyrir
bingræði, sagði hann. Hinum tveim deildum þurfti að vera
þannig fyrir komið, að „framsóknin" kæmi fram í neðri
deildinni, „mótspyrnan" í þeirri efri, „en jafnframt eiga
iögin að leggja aðaláhrifin í hönd neðri deildar, eins og
stjórnarskráin gerir með fjárlögunum.“4) Krafan um
þingræði, „um það, að stjórnin eigi að. hafa aðalstoð sína í
neðri deild og hvíla á trausti hennar, [er] byggð á því, að
hin nauðsynlega festa eða íhald sé í efri deildinni. Sé það
Þ Sbr. Þjóðólf 30/8, 11/10 og 1/11 ’89.
2) Fjallkonan 9/11 ’89.
3> Þjóðólfur 30/8 ’89.
4> Alþt. 1889 A, 532 o. áfr., 634 o. áfr.