Saga - 1968, Qupperneq 36
32
ODD DIDRIKSEN
ekki, verður stjórnin áð vera íhaldið, en þá er krafan um
þingræði ekki lengur eðlileg. Skilyrði þess, að þingræðis-
krafan sé réttræð, er það, að nægt afturhaldsefni sé í efri
deildinni.“ Til þess að sýna, að hann væri hér ekki að
halda fram neinni nýjung eða afturhaldi, vitnaði Jón í
„Considerations on Representative Government" eftir John
Stuart Mill. Hann gat því hvorki fellt sig við frumvarpið
eins og það kom frá Neðri deild né heldur frá nefndinni.
Til þess að landið gæti fengið þingræðislega stjórn, yrði
hvor þingdeildin um sig að hafa sinn kosningagrundvöll,
vera hvor annarri óháð. Það mundi ekki vera neitt betra,
að Efri deild væri kosin af Neðri deild heldur en ef hún
væri skipuð af stjórninni, því að í fyrra tilvikinu mundi
hún verða háð Neðri deild, í hinu síðara stjórninni, en hún
ætti að vera báðum aðilum óháð. „Þessum stjórnkosningum
á Ed. hefur verið talið til gildis, að eins væri í Canada. Jú!
En ef við hefðum tryggingu fyrir því að fá á eptir sams
konar stjórn sem þeir hafa þar, þá skyldi ég sætta mig við
það; en þá tryggingu höfum við eigi. Ef ég vissi, að sama
tízkan væri í Danmörku og á Englandi, að stjórnin léti í
ljósi, að ráðgjafar þeir, sem misst hefðu traust þingsins,
legðu niður völdin, þá skyldi ég ganga að þessu fyrirkomu-
lagi.“ Þrátt fyrir þetta lýsti Jón Ólafsson yfir því, að hann
mundi ekki greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Það er ann-
ars athyglisvert, að hann lagði á það ríka áherzlu, að frum-
varpið tryggði það, að valdið yfir fjármálunum mundi
verða „alveg í landinu sjálfu“, „og þar er stigið langt spor
fram yfir það, sem farið var fram á 1885 . . .“Ó
Sú ráðstöfun að gera tillögu um íhaldssama Efri deild
gat óefað verið vel til þess fallin að vekja meiri velvild
Estrup-stjómarinnar gagnvart kröfum um endurskoðun
stjórnarskrárinnar og var að því leyti í samræmi við þær
tilraunir, sem gerðar voru á Alþingi 1889. Eftir þá athugun
á brezkum ríkisrétti, sem lá til grundvallar breytingunum
1) Alþt. 1889 A, 635, 637 o. áfr., auðkennt þar.