Saga - 1968, Qupperneq 37
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI
33
a fi’umvarpinu 1889, virðist Jón Ólafsson þó hafa komizt
að nýrri niðurstöðu um skilyrðin fyrir frjálslyndu stjórn-
lagakerfi. Hvorki hann né aðrir íslenzkir taismenn þing-
i’æðisins höfðu áður látið í ljós þá skoðun, að nauðsyn
v*ri á íhaldssamri stofnun í stjórnskipuninni, ef þing-
i’æðisstjórn ætti að vera framkvæmanleg.1) I áberandi
samræmi við það, sem íhaldsmenn héldu fram í Noregi á
8- tug aldarinnar2), hélt Jón Ólafsson því nú fram, að
þingræðislegt stjórnarfar væri gert óframkvæmanlegt, ef
ekki væri til íhaldssöm stofnun í formi efri málstofu, því
að þá yrði stjórnin að taka að sér það hlutverk. En öfugt
við Pál Briem lagði Jón Ólafsson þó skýrt og ótvírætt
áherzlu á, að Neðri deild ætti að hafa forréttindaaðstöðu.
Hann gaf í skyn, að þessi áðstaða Neðri deildar væri tryggð
ftieð ákvæðum stjórnarskrárinnar um fjárlögin. Þau átti
fyrst að ræða í Neðri deild, og næðist ekki samkomulag
milli deildanna, átti að ræða þau í Sameinuðu þingi eins
°g önnur þau frumvörp, sem ekki var eining um. En
Þar sem vanalega þurfti tvo þriðju atkvæða í Sameinuðu
Þingi til að frumvarp næði samþykki, nægði einfaldur
uieirihluti til að samþykkja fjárlög. Neðri deild mundi
þannig tvímælalaust hafa undirtökin í fjárveitingamál-
Urn> en meirihluti Neðri deildar þurfti áð vera nokkuð
stór, ef verst gegndi þrír fjórðu, ef fullt vald ætti að
vera tryggt í fjármálum. Miðað við bannið við bráða-
hirgðafjárlögum, sem Jón Ólafsson og skoðanabræður
hans höfðu sett inn í frumvarpið 1887, var tryggingin
fyrir því, að þingræðislegt stjórnarfar næði fram að
ganga, óneitanlega miklu hæpnari í frumvarpinu frá 1889.
Því verður ekki neitáð, að Jón Ólafsson var á undanhaldi,
1) Sbr. þó skoðanir Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum um Efri deild
skipaða „rosknum mönnum og ráðnum“. Ekki hélt hann því samt
ram, ag ihaldssöm efri deild væri nauðsynleg forsenda þingræðis.
Síá O. D„ Saga 1961, 221.
2) Sjá Jens Arup Seip, Et regime foran undergangen (1945), 100 o.
í* * > og Alf Kaartvedt, Kampen mot parlamentarisme 1880—1884 (1956),
21—34.
3
L