Saga - 1968, Qupperneq 39
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI
35
orðið þingræði; en eptir því sem mér skilst, er það í því
fólgið, að meiri hluti á þingi getur rutt sér til rúms,
gegnum allt þingið, með skoðun sína og að sá meiri hluti
hafi að sjálfsögðu áhrif á löggjöf og stjórn; en þegar Ed.
er svona skipuð, þá er ómögulegt . . . að koma þeim mál-
um gegnum Ed., sem stríða í móti stjórninni, þrátt fyrir
það þó meiri hluti alls þingsins sé þeim fylgjandi; þessi
aaál kafna í Ed.; þau komast ekki lengra."1) Jón A. Hjalta-
lín þótti nauðsynlegt að bæta því við skilgreiningu Sig-
hvats Árnasonar á þingræði, að „sá meiri hluti hlýtur
að vera í báðum deildum þingsins. Það er ekki nóg, að hann
Se í annari“.2) Bændafulltrúanum Sighvati Árnasyni hefur
synilega ekki verið það alveg ljóst, hvað hugtakið þingræði
fól í sér. Ekki virðist skoðun hans fela í sér, að meirihlut-
mn gæti steypt ríkisstjórn, og því síður, að hann gæti
akveðið pólitískan lit stjórnarinnar. Eigi að síður hefur
Hjaltalín ef til vill skilið hann á þá lund og því þótt nauð-
synlegt að leggja áherzlu á jafnrétti deildanna.
Að því er Jón Ólafsson segir, hefur það ekki verið ætlun
Hjaltalíns og Jónassens, að stjórnarskrárfrumvarpið skyldi
fá fullnaðarafgreiðslu á Alþingi 1889. Þeir vildu láta málið
Vera óútkljáð til næsta þings, svo að þjóðin gæti fengið
fssi'i á að segja sína skoðun um samkomulagsstefnuna.
Helzt kysu þeir, að deildirnar mörkuðu afstöðu sína til
ftuðlunarfrumvarpsins þannig, að sem minnst bæri á
ttulli, svo að öruggt mætti telja, að frumvarpið yrði sam-
þykkt á næsta þingi, ef viðbrögð þjóðarinnar yrðu jákvæð.
f’etta var, að því er Jón Ólafsson segir, skýringin á því,
að hinir konungkjörnu héldu svo fast við það fyrirkomu-
|ag, að stjórnin kysi Efri deild, afstaða, sem honum hafði
1 upphafi verið óskiljanleg; þeir vildu nota þetta atriði til
að hindra, að Neðri deild samþykkti frumvarpið óbreytt
eins og það kom frá Efri deild. Jóni Ólafssyni varð þetta
ekki ljóst, fyrr en frumvarpið átti að fara til 3. umræðu.
Alþt. 1889 A, 631 o. áfr.
2) Sama rit, 647; auðkennt þar.