Saga - 1968, Side 41
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI
37
varpið var síðan samþykkt við lokaatkvæðagreiðslu í deild-
inni með 7 atkvæðum gegn 4 og afgreitt aftur til Neðri
deildar vegna breytinganna.1)
Nefndarmeirihlutinn í Neðri deild tók líklega í þær
breytingar, sem Efri deild hafði gert. Samanbori'ð við
gildandi stjórnarskrá taldi hann verulega framför að
frumvarpinu: Bæði hin innlenda stjórn og Islandsráð-
herrann í Kaupmannahöfn mundu bera ábyrgð ekki aðeins
a því, að stjórnarskráin væri haldin, heldur og á „stjórn-
avstörfum sínum“. Ennfremur sagði í álitinu, að „þetta
frumvarp tekur frumvörpunum frá 1873 og 1885 mjög
fram í því, að Alþingi er tryggt gagnvart þingrofi og eink-
ar hagfelld ákvæði eru sett um fjárveitingarvaldið og
bráðabirgðarlögin“. Hins vegar var því ekki neitað, að
frumvarpið gekk ekki eins langt og það, sem Neðri deild
hafði samþykkt, að því er varðaði staðfestingu laga, fram-
kvæmdavaldið og Efri deild, og meirihlutinn vildi ekki ráð-
leggja deildinni að samþykkja frumvarpið óbreytt. En þar
eð tíminn leyfði ekki, að málið yrði afgreitt á þessu þingi,
vildi hann ekki bera fram breytingartillögur. Þess í stað
bar hann fram tillögu til þingsályktunar, þar sem skorað
Var á Islandsráðherra að leggja fyrir næsta alþingi stjórn-
ai'skrárfrumvarp, sem veitti Islandi innlenda stjórn með
”fullri ábyrgð fyrir alþingi" og tæki eins mikið tillit til
Vllja þings og þjóðar í málinu og framast er kostur.2)’ Sig-
Urður Stefánsson, sem var einn í minnihluta, lagði fram
bi’eytingartillögur, sem miðuðu að því að færa frumvarpið
aftur í þá mynd sem Neðri deild samþykkti það. En skip-
an Efri deildar skyldi samkvæmt tillögu hans vera í grund-
vallaratriðum eins og Efri deild hafði lagt til: 4 þingmenn
skyldu útnefndir af landstjóra, 8 af amtsráðunum, en án
undantekningar varðandi fyrstu kosningu.3)'
Nefndarálitið í Neðri deild varð lokaorð í stjórnarskrár-
11 Alþt. 1889 A. 766.
2) Sama rit 1889 C, 570, 571—74.
Sama rit, 568—70; sbr. Bjarna Benediktsson, Deildir Alþingis, 31.