Saga - 1968, Side 43
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI
39
sýnilega einnig meirihlutann á sínu bandi á Alþingi 1889,
enda þótt hópurinn sjálfur hefði naumast meira en 8—9
ftienn innan sinna vébanda eða um það bil helminginn af
þeim þingflokki, sem stofnað var til í byrjun þings. And-
stæðingarnir hafa að minnsta kosti ekki getað verið öruggir
um afstöðu meirihlutans, úr því þeir treystu sér ekki til að
láta koma til úrslitaátaka við hann í Neðri deild fyrir þing-
lok.1)
Forustumenn miðlunarinnar, Páll Briem og Jón Ólafs-
son, fengu á flokksfundi í byrjun þings meirihlutann til að
styðja breytingar, sem voru málamiðlun. Þá þegar — og
ekki eins og sagt hefur verið meðan nefndarumræður fóru
fram í Efri deild2) — var stjórnarskrá Kanada fyrir-
myndin. Það kemur greinilega fram í ákvæðunum um ráð-
herra fyrir Island í Kaupmannahöfn, sem að því er virð-
!st átti að eiga sæti í danska ríkisráðinu,3) og um rétt kon-
Ungs til að afturkalla staðfestingu. Neðri deild hélt áfram
samkomulagsstefnunni, þegar hún tók samkvæmt tillögu
Uefndarinnar upp ákvæðið um íhaldssama efri deild. Engin
af þessum breytingum olli sundrungu hinna þjó'ðkjörnu
þingmanna. Einmitt sú staðreynd, að dregið var úr kröf-
Unum í ákvæðum frumvarpsins, auðveldaði minnihlutan-
Um, sem Þórarinn Böðvarsson hafði forustu fyrir, að ljá
því fylgi. Benedikt Sveinsson barðist reyndar í lengstu lög
a móti breytingunum, með stuðningi Sigurðar Stefánsson-
ar- En hann beygði sig fyrir meirihlutanum og stóð með
. ^ ^áu Briem telur að „meginþorri landsmanna" hafi verið „eindreg-
* h me^ °SS" Um ^ma Uauslið 1889, en snúinn á móti síðar vegna þess
” versu mínir fylgismenn af þingmönnum hafa verið ónýtir í stjórnar-
sKrármálinu“ og látið okkur Jón Ólafsson eina . . .“ (13/6 ’90 til Valtýs
’Juðmundssonar).
Sjá Björn Þórðarson, Alþingi, 58. B. Þ. getur þess reyndar ekki,
^ nefndin i Neðri deild beitti sér fyrir íhaldssamari Efri deild.
ann leggur áherzlu á — í fullu samræmi við Benedikt Sveins-
S°n * Stjórnarskrármálinu (1890) — að sýna fram á, að ekki hafi verið
.m a® r®ða neina stefnuskrárbreytingu fyrr en í Efri deild (Sjá B.
°r arson, Alþingi, 53 o. áfr.; sbr. sama rit 60),
Sbr. Björn Þórðarson, Alþingi, 55,