Saga - 1968, Side 44
40
ODD DIDRIKSEN
honum. Þa'ð var ekki fyrr en málið var rætt í nefnd Efri
deildar, þegar skilyrði hinna konungkjörnu fyrir sam-
komulagi urðu kunn, að Benedikt Sveinsson og Sigurður
Stefánsson1) aftóku að styðja frekari miðlunarpólitík.
Miðlunarmennirnir hafa hins vegar sýnilega verið reiðu-
búnir til að ganga í öllum aðalatriðum að skilyrðum þeirra
konungkj örnu.2)
Afstáða miðlunarmanna til þingræðis er ekki fullkom-
lega ljós. Jón Ólafsson hélt því reyndar síðar fram — árið
1901 — að 1889 hafi það í fyrsta og eina skipti komið fram,
að aðalatriðið í endurskoðun stjórnarskrárinnar væri það
að koma á þingræðisstjórn. Þetta var, sagði hann þá, ljóst
fyrir helztu forvígismönnum miðlunarinnar 1889. Það
fyrirkomulag, sem þá var farið fram á, sagði hann, var
ótvírætt hið „langfrjálslegasta", sem nokkru sinni hafði
komið fram í stjórnarskrármálinu. I engu frumvarpi hafa
réttindi þjóðþingsins verið tryggð eins vel. Þegar fjárveit-
ingarvald þingsins er eins vel tryggt og í frumvarpinu frá
1889 og það er öruggt, að stjórnin getur ekki gefið út
bráðabirgðafjárlög, „þá getur enginn ráðgjafi lengi við
völd veriö í trássi við Alþingi án þess að drýgja ótvírætt
stjórnarskrárbrot. Þar var þannig lagður öruggur grund-
völlur undir þingræðis-stjórnarfar . . ,“3) En gildar ástæð-
ur eru til að efast um, að svo hafi í rauninni verið. 1901
óskaði Jón Ólafsson eftir því, að miðlunin yrði tekin upp
að nýju. Það þurfti að setja hana í sem fegurst ljós, og
þess vegna getur Jón Ólafsson ekki heldur um í þessari
ræðu, að frumvarpið frá 1887 hafði haft að geyma skil-
yrðislaust bann við bráðabirgðafjárlögum. Jón Ólafsson
var, eins og vér höfum sé'ð, ekki eins sannfærður um það
1) Sbr. Sigurð Stefánsson á Alþingi 1891, Aiþt. 1891 B, 509 o. áfr.
2) Páll Briem var samt ekki alls kostar ánægður með frumvarpið
og vildi einkum, að ákvæðum um Efri deild yrði breytt, ef miðlunin
yrði tekin upp aftur, eftir að stjórnarbreyting hefði átt sér stað í
Danmörku (13/6 390 í bréfi til Valtýs Guðmundssonar).
3) Jón Ólafsson, Sjálfstjórn (Rvík 1901), bls. 6; auðkennt af J. Ól.