Saga - 1968, Page 45
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI
41
1889 og hann var 1901, að miðlunin mundi ryðja brautina
fyrir þingræðisstjórn. Þá sannfæringu öðlaðist hann
seinna; en jafnframt var þingræðið þá orðið nokkuð annað
í hans augum en þáð var 1889.
Þar sem bæði Páll Briem og Jón A. Hjaltalín héldu árið
1889 auðsjáanlega fram jafnrétti beggja þingdeilda, ætl-
aði Jón Ólafsson Neðri deild ótvírætt meira vald. Þá hafði
hann raunverulega þingræðisstjórn í huga, og einmitt þess
vegna var hann ekki alveg sannfærður um, að því marki
yrði náð með því frumvarpi, sem fyrir lá, miðluninni. Þeg-
ar hann beitti sér fyrir því 1897 og síðar, að miðlunin
yrði tekin upp að nýju, hélt hann því fram, að efalaust
væri, að hún mundi leiða til þingræðis; en þá gerði hann
sig líka sekan um sömu afskræmingu hugtaksins og þeir
Páll Briem og Hjaltalín árið 1889. Nú gerði hann ráð fyrir,
að „ráðgj afarnir hlytu að hafa fylgi að minnsta kosti meiri
hluta annarar hvorrar þingdeildar“. Nú gat engum ráð-
herra til hugar komið að sitja við völd, „ef hann fær báð-
ar þingdeildir upp á móti sér“. Þetta kallar hann árið
1897 fortakslaust þingræði.1)
Fyrir miðlunarmönnum og þeim samningsfúsu meðal
konungkjörinna þingmanna vakti það með mi’ðlunarpólitík-
inni 1889 að setja saman stjórnarskrárfrumvarp, sem
danska hægri stjórnin gæti fallizt á. Stjórnin hélt því
fram, að með frumvarpinu, sem Alþingi samþykkti 1885
°g 1886, væri stefnt að aðskilnaði frá Danmörku. Þessa
gagnrýni reyndu menn nú að kveða niður með því að taka
inn í frumvarpið skýrskotunina til stöðulaganna og ákvæði
sniðin eftir stjórnarskrá Kanada um ráðherra við hlið
konungs í Kaupmannahöfn, afturköllunarrétt konungs
varðandi lagastáðfestingu og rétt jarlsins til að vísa stað-
festingarmáli til konungs. Menn vonuðu, að stjórnin
ttiundi að þessu fengnu líta svo á, að eining ríkisins væri
fryggð.
Nýja Öldin 2/10 ’97.