Saga - 1968, Qupperneq 47
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI
43
þess konar, heldur fyrir innlendri stjórn meö ábyrgð fyrir
ulþingi.1) Það er þetta, sem er aðalkjarni málsins . . . Það
hefur hingað til verið tekið fegins hendi á móti hverjum
þeim, sem hefur viljáð halda þessu fram, því að menn
hafa fundið, að þetta var fyrsta stigið og að það var til-
Sangslaust að byrja innanlandsdeilur um fyrirkomulagið
á þeirri stjórn, sem menn ekki gátu fengið fyr en stjórnin
var búin að viðurkenna nauðsynina og þörfina fyrir land-
ið, að hafa stjórn landsins í landinu sjálfu.“2) Þegar svo
langt væri komið, að stjórnin væri orðin innlend, var
hægt að snúa sér að því að hnýta þau bönd, sem menn
töldu nauðsynleg milli stjórnar og þings. íslenzkur „próví-
sorismi" eða bráðabirgðastefna eftir danskri fyrirmynd3)
kom að minnsta kosti ekki til greina eftir miðluninni.
Það er annars ekki ólíklegt, að Páll Briem, aðaltals-
Waður miðlunarinnar, hafi að nokkru eða að fullu verið
kominn að þeirri niðurstöðu, sem hann orðaði þannig laust
íyrir aldamótin: „ . . . mín skoðun er sú, a'ð fullkomið
þingræði sé mjög varasamt fyrir hverja þjóð, sem eigi er
búin að fá mikla pólitíska reynslu. . . . það, sem ég held
af, það er þjóðræði.4) „Að minni skoðun er þingið talsvert
annað en þjóðin, og að þingvilji sé þjóðarvilji virðist mér
vera byggt á tómri ímyndun . . .“ Auðvitað getur vilji
þings og þjóðar verið einn og hinn sami og er þáð oftast
í mikilvægum málum. En oft er vilji kjósenda allur annar
en vilji þingmannsins. Enn algengara er, „að þjóðin hefur
ekkert hugsað um það mál, sem gjört er út um á þing-
4nn . . .“. „Þá segi ég, að það sé fiction (hugarburður) að
tela um, að þingvilji sé þjóðarvilji.“ Þingmaðurinn greiðir
atkvæði „upp á eigin hönd“, engan veginn alltaf „eptir
beztu vitund og samvizku“. „Þingræðið er ákaflega vara-
samt og hættulegt fyrir þjóðirnar. Þetta hafa stjórnfræð-
1' Auðkennt í Þjóðólfi.
2> Þjóðólfur 3/8 ’89.
3> Sjá O. D„ Saga 1961, 263.
4> Páll Briem 19/12 ’98 i bréfi til Valtýs Guðmundssonar.