Saga - 1968, Page 48
44
ODD DIDRIKSEN
ingarnir alveg vanrækt a'ð athuga . . . Það dugar eigi að
hafa taumlausa og ábyrgðarlausa þingmenn . . . Það verð-
ur verkefni næstu aldar að búa til takmarkaðan parla-
mentarismus, eins og þessi öld hefur búið til takmarkað
konungsveldi."1)
3. Miðlunarmenn og sjálfstjórnarmenn gera upp sakir.
Miðlunarstefnan á Alþingi 1889 olli heiftarlegum deil-
um í íslenzkum blöðum. Aðstaða miðlunarmanna í blöðun-
um var mjög sterk. Þeir voru nær einráðir í Reykjavíkur-
blöðunum. Ritstjóri Þjóðólfs, Þorleifur Jónsson, hafði til-
heyrt nefndarmeirihlutanum í Ne'ðri deild, stóð mjög nærri
Páli Briem og beitti sér frá upphafi af alefli fyrir miðl-
uninni. Ritstjóri Isafoldar, Björn Jónsson, gekk hins veg-
ar ekki í lið með miðlunarmönnum fyrr en eftir nokkurt
hik. Fjallkonan tók ekki eins ákveðna afstöðu í málinu, en
Jón Ólafsson átti greiðan aðgang að blaðinu, og í það skrif-
aði hann m. a. hið langa „opna bréf“ til kjósendanna, sem
birtist í mörgum tölublöðum haustið 1889.2) Eftir að Jón
var farinn til Ameríku 1890, tók blaðið minni þátt í stjórn-
málaumræðum. Það veitti „sjálfstjórnarmanninum" Sig-
hvati Árnasyni rúm fyrir greinarstúf,3) en hallaðist eftir
sem áður mjög á sveif með miðlunarmönnum. Benedikt
Sveinsson og Sighvatur Árnason skrifuðu á móti miðlun-
inni í Norðurljósið, en aðalmálgagn „sjálfstjórnarmann-
anna“ var Þjóðviljinn á ísafirði. Tímaritið Andvari tók
hlutlausa afstöðu með því að birta ritgerð eftir Pál Briem
1890 og gefa um leið út „Stjórnarskrármálið“ eftir Bene-
dikt Sveinsson sem fylgirit.
1) 19/4 ’99 i bréfi til V. G.; auðk. þar.
2) Sjá O. D., Saga 1961, 228, 230 neðanmáls, 259 o. áfr.
3) Fjallkonan 22/4 ’90.