Saga - 1968, Qupperneq 52
48
ODD DIDRIKSEN
80. nóvember er svo snúningur Björns Jónssonar til
fylgis við miðlunina fullkomnaður:
„Það hefir verið rækilega og ítarlega útlistað, bæði í nefndaráliti
meiri hlutans í neðri deild og í blöðunum siðan, að málamiðlunar-
atriði þau, er urðu að samkomulagi við meiri hluta beggja flokkanna
í efri deild, hinna konungkjörnu og hinna þjóðkjörnu, veikja ekki að
öllu samanlögðu minnstu vitund málsveg einbeittra stjórnarskrár-
endurskoðenda. Aðalkröfum þeirra er haldið fram jafnt sem áður.
Ýmislegt i stjórnarskrárfrumvarpinu, sem samþykkt var í efri deild,
var eigi einungis miklu betra en það, sem nú eru lög, heldur betra en
það, sem haft var i frumvörpunum 1885 og 1887. Og það, sem á brest-
ur til þess, að vel megi við una, er eigi stórvægilegra en svo, að
engan veginn er örvænt um, að samvinna fáist af hálfu meiri hluta
í báðum deildum á næsta þingi til þess að fá þá annmarka burtu
sniðna. En um það getur enginn efast af fullri alvöru, að stórum
mun líklegra er það til sigurs. ef allur þorri þingsins getur orðið á
einu bandi í málinu, jafnt þjóðkjörnir menn sem konungkjörnir,
heldur en ef það dagar uppi eða fer í mola þing eptir þing, svo að
það kemst ekki einu sinni gegnum þingið.“i)
Er hann ræðir um ritgerð Páls Briems í Andvara1 2)
fimm mánuðum síðar, heldur hann fram hinum sömu skoð-
unum og segir m. a.: „Mun engum ... geta dulizt, að stjórn-
arskrárfrumvarp það, er miðlunarmenn héldu fram á síð-
asta þingi, er áð öllu samanlögðu hið bezta, sem nokkurn
tíma hefir fram komið hér . . ,“3)
Stuðningur Björns Jónssonar við miðlunina hefur auð-
sjáanlega stafað að miklu leyti af því, að enn leit út fyrir,
að miðlunin mundi hljóta meirihlutafylgi á Alþingi 1891.
Eins og aðrir forvígismenn miðlunarstefnunnar batt hann
vonir um jákvæðan árangur af stjórnarskrárbaráttunni
við það, að í þessum væntanlega meirihluta mundu einnig
vera konungkjörnir þingmenn. En miklu hefur óefað líka
ráðið um afstöðu hans spurningin um þingræði. Þann 7.
nóvember 1889, þ. e. um það leyti, sem hann var að nálgast
miðlunarmennina, skrifaði hann grein, sem glögglega sýn-
1) Isafold 30/11 ’89.
2) Sjá hér á undan bls. 27 o. áfr.
3) Isafold 23/4 ’90.