Saga - 1968, Qupperneq 54
50
ODD DIDRIKSEN
áhrifameiri, ef sá, sem hana hefir, stendur augliti til aug-
litis við hina, er hann á að ábyrgjast gjörðir sínar fyrir.
Þær samvistir leiða jafnframt til heillavænlegrar sam-
vinnu, ef allt fer skaplega. Þetta er undirstaða þeirrar rót-
föstu skoðunar frjálslyndra stjórnvitringa nú á tímum,
að þing og stjórn eigi að vera saman og vinna saman aug-
liti til auglitis, að svo miklu leyti sem störfum hagar þann-
ig, að því verði við komið. Þess vegna var það t. d., sem
Norðmenn voru eigi ánægðir, fyr en þeir höfðu það fram
1884 . . . að ráðgjafarnir mættu á þingi.“
Áratug áður hafði1) ísafold ekki haft neinn skilning á
því, að í Noregi var sótt svo fast að fá því til leiðar komið,
að ráðherramir fengju rétt til setu á Stórþinginu. Nú höfðu
augu Björns Jónssonar2) opnazt fyrir gildi þess fyrir þró-
un pólitísk-siðrænnar ábyrgðar, að meðlimir ríkisstjórnar-
innar mættu á þinginu.
En þessi stofnun var líka til í Danmörku án þess hún
hefði leitt til þingræðislegs stjórnarfars þar. Björn Jóns-
son gerði sér grein fyrir því vandamáli, sem þarna kom
upp. Þar sem hann talar um landsdóminn og samsetningu
hans, segir hann, að því aðeins hefur ráðaneytið danska
getað gjört hvað því gott þykir langa lengi, í trássi við
Fólksþingið og hvað sem stjórnariögunum líður, að ríkis-
rétturinn danski er að helmingi skipaður þess einbeittustu
fylgismönnum á þingi, í Landsþinginu. „Þess vegna hefir
fólksþingið séð . . . að það væri í geitarhús ullar að leita að
ætla sér að fá rétting síns máls hjá ríkisréttinum. Lands-
þingið er ríkisréttur í rauninni.“ Fyrirkomulag eins og í
Noregi, hélt hann áfram, mundi gera það mögulegt að fá
ráðherrana dæmda „eftir vilja áðalfulltrúadeildarinnar,
neðri deildar", en réttlátari dóm er ekki hægt að vera ör-
uggur um að fá en þegar dómararnir eru hlutlausir menn,
1) Sjá O. D„ Saga 1961, 204 o. á.
2) Greinin í Isafold 20/11 ’80 um stjórnarskrárbaráttuna í Noregi er
að öllum líkindum eftir Björn Jónsson, sem þá var við nám í Dan-
mörku.