Saga - 1968, Page 55
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI
51
sem ekki eiga setu á þingi, eru jafnóháðir þinginu og
stjórninni og eru þar að auki hinir lögfróðustu. Hann
studdi því tillögu miðlunarinnar um að láta landsyfirrétt-
inn gegna hlutverki landsdóms, en var því meðmæltur, að
tala dómara í yfirréttinum væri hækkuð í fimm. Hann sá
ekki, að nein hætta væri á því, að landsyfirrétturinn yrði
háður ráðgjöfunum. En hann lagði áherzlu á, áð nauð-
synlegt væri að fá samþykkt ábyrgðarlög, um leið og stjórn-
arskráin yrði endurskoðuð. „Danir gjalda enn þeirrar yfir-
sjónar, að þeir gerðu það ekki undir eins og þeir fengu sína
stjórnarbót, fyrir meira en 40 árum.<M)
Björn Jónsson var ekki að halda fram neinu nýmæli,
þegar hann benti á mikilvægi þess að fá sett lög um ábyrgð
i’áðherra. Jón Ólafsson hafði þegar 18812) — einmitt með
hliðsjón af þróuninni í Danmörku — lagt ríka áherzlu á
nauðsyn slíkra laga, og Isafold hafði árinu áður3) mælt
Weð því, að Alþingi samþykkti ábyrgðarlög eftir norskri
fyrirmynd, enda samþykkti Alþingi við endurskoðun
stjórnarskrárinnar 1886 jafnframt ráðherraábyrgðarlög-
ln, eftir þeirri fyrirmynd.4)
1880 hafði Björn Jónsson reyndar formlögfræðilegan
skilning á ábyrgð ráðherranna, eins og greinilega kom fram
1 mati hans þá á deilunni um rétt þeirra til setu á Stór-
þinginu, þar sem hann hins vegar tíu árum síðar lagði
niegináherzluna á hina pólitísk-siðrænu ábyrgð, sem mundi
leiða af því, að ráðherrarnir mættu á þinginu. Ábyrgðar-
iögin áttu aðeins að vera trygging fyrir því, að stjórnin
gæti ekki skotið sér undan hinni þingræðislegu ábyrgð með
því að grípa til ráða, sem brutu í bág við stjórnarskrána.
Þróun mála í Danmörku hefur sennilega einnig átt þátt
1 að móta afstöðu Björns Jónssonar til samsetningar Efri
deildar. Það var atriði í miðluninni, sem hann vildi ekki
11 Isafold 7/5 ’90.
2) Sjá O. D„ Saga 1961, 208.
3) Sjá sama rit, 204 o. á.
4) Sjá sama rit, 246—249.