Saga - 1968, Síða 58
54
ODD DIDRIKSEN
ins með fullri ábyrgð þeirra gagnvart alþingi og löggjafar-
valdið í sameiningu með alþingi í öllum innlendum mál-
um.“ I greininni koma samt sem áður fyrir ummæli sem
gætu bent til þess, að fyrir Sighvati Árnasyni hafi raun-
verulega vakað þingræðislegt stjórnarfar: „Sú þjóð, sem
hefir þingræði, stjómar sér sjálf, hefir löggjöf og stjórn
í sínu valdi, en sú þjóð, sem ekki hefir þingræði, er undir
einveldisstjórn, og þar á meðal erum vér íslendingar."1)
Benedikt Sveinsson orðar stefnu „sjálfstjórnarmanna" í
Norðurljósinu þannig: Endurskoðun á stjórnarskránni,
sem veitir íslandi „fullkomna þingbundna heimastjórn" í
hinum sérstöku málefnum, „með öðrum orðum alinnlenda
stjórn með fullkominni stjórnskipulegri ábyrgð fyrir al-
þingi og þannig leysta úr öllu sambandi við stjórn Dan-
merkur, að konunginum einum undanskildum . . 1 þess-
ari stefnuyfirlýsingu er „hið pólitíska sjálfstæði landsins
gagnvart Danmörku" sett sem takmark, eins og oft áður
hjá Benedikt Sveinssyni, án þess að nánar sé rætt um sam-
bandið milli hinnar innlendu stjórnar og Alþingis.2 3) En í
svari sínu við hinu opna bréfi Jóns Ólafssonar í Fjallkon-
unni kemur Benedikt Sveinsson inn á hina hlið stjórnar-
skrármálsins. Þar talar hann ekki einungis um sjálfstæðið
sem markmið og lætur sér ekki nægja þingbundna stjórn,
heldur vill fá „alinnlenda þingræðisstjórn“. Og kröfunni
um frestandi neitunarvald hafnar hann með þessum orð-
um:
„Danir oe Islendingar hafa það sammerkt i stjórnarskipunarlaga-
kröfum sinum, að þeir hljóta að byggja þær á því sama einveldis-
afsali konungs, er hann gaf árið 1848 öllum þegnum sínum jafnt og
með sömu yfirlýsingu. Meira en jafnrétti við Dani geta Islendingar
því enga heimting átt á, enda hefir Dönum aldrei komið til hugar
að heimta frestandi neitunarvald. — Það er þingræðisstjórn, sem
þeir heimta, og með henni vinnst allt hið sama á annan hátt, og það
eitt gátum vér líka og getum enn heimtað.“»)
J
1) Sama stað; auðkennt af O. D.
2) Sama blað 15/2 ’90.
3) Sama blað 10/4 ’90.