Saga - 1968, Qupperneq 59
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI
55
Á Alþingi 1887 hafði Benedikt Sveinsson snúizt hvasslega
gegn því að jafna á nokkurn hátt saman stjórnarskrárbar-
áttu íslendinga og þeirri, sem fram fór í Danmörku.1)
Nú lét hann svo um mælt eins skýrt og á verður kosið,
að þingræðið væri markmið, sem Danir og Islendingar
settu sameiginlegt. Naumast nokkuð annað sýnir betur,
hvaða þýðingu krafan um þingræði hafði nú fengið í hinni
íslenzku stjórnarskrárbaráttu. Það varð ekki lengur fram
hjá henni gengið.
Enda þótt Benedikt Sveinsson reyndi nú að slæva brodd-
inn á þeirri gagnrýni og andstöðu, sem forusta hans í
stjórnarskrármálinu hafði vakið á síðustu þingum, með
því að taka afdráttarlausa og skýra afstöðu með þingræði
því sem var málefnakjarninn í andstöðunni, var hann samt
sem áður tregur til að samþykkja þær breytingar, sem
andstæðingarnir höfðu fengið framgengt. I ritinu Stjórn-
arskrármálið, sem gefið var út sem fylgirit með Andvara
1890, tekur hann fyrir þær breytingar, sem gerðar voru
í Neðri deild 1889, og kemst að þeirri niðurstöðu, að þær
hafi hvorki verið nauðsynlegar né heppilegar fyrir gang
málsins, enda þótt deildin hefði haldið fast við sjálfstjórn-
arkröfurnar og að sumu leyti hert á þeim.2) Ákvæðið,
að „konungur eða landstjóri" skyldu staðfesta lagasam-
þykktir Alþingis, hafði þannig verið misskilið á þann veg,
ah konungur hefði óskorað vald til að neita áð staðfesta
]ög og stjórnaraðgerðir, „en þetta kemur til af því, að menn
hafa annaðhvort ekki aðgætt eða þá ekki skilið í skilyrðun-
Um fyrir staðfestingarsynjunum yfir höfuð, þar sem þing-
r%<Hsstjóm er stjórnskipulega lögheimiluð, og þá ekki
skilið eða aðgætt þær ákvar'ðanir í hinni endurskoðuðu
stjórnarskrá [frá 1885/’86], í sambandi við tilheyrandi
akvæði í ábyrgðarlögunum [frá 1886], sem hér veltur á;
menn tala um þingræðisstjórn í orði kveðnu, en ímynda sér
Þ Sjá O. D„ Saga 1961, 264.
2) Benedikt Sveinsson, Stjórnarskrármálið, 60,