Saga - 1968, Page 60
56
ODD DIDRIKSEN
þó konungsvaldið jafnótakmarkað eftir sem áður. En þing-
ræðislögmálið er fólgið í því, að eins og stjórnin (ráðgjaf-
arnir) eru með ábyrgðarlögunum knuðir til að fallast á
samþykktir löggjafarþingsins, þannig er og konungur al-
veg á sama hátt og landstjóri stjórnskipulega knúður til
að staðfesta samhljóða ályktun þings og stjórnar, og af-
leiðingin af synjun hans yrði ekki önnur en sú, að ráða-
neytið yrði að víkja.“
Bannið við bráðabirg'ðafjárlögum var líka óþarft, áleit
hann; það var tæplega hugsanlegt, að eftir hinni endur-
skoðuðu stjórnarskrá 1885—86 mundi vanta fjárlög nema
þá af ástæðum, sem þinginu sjálfu væri um að kenna.
Benedikt Sveinsson gerir þannig varla ráð fyrir þeim
möguleika, að þingið gæti beitt fjárlagasynjun sem örþrifa-
ráði gegn óþingræðislegri stjórn. Stjórnskipunin þurfti
fyrst og fremst að veita þjóðinni „fullt ráðrúm til frjálsrar
framsóknar" og fela í sér tryggingu fyrir hana „eptir því
sem þarfir og framfaralíf hennar þroskast, [að hún] ekki
verði ofurli'ði borin og bæld niður af ráðríkri og afturhalds-
samri stjórn,“ en að hinu leytinu þyrfti hún að setja „næg-
ar og eðlilegar skorður við því, að augnabliksskoðanir og
flokkadrættir ekki raski friði og festu þjóðfélagsins“.
Stjórnskipanin þyrfti að vera „yfirskipuð jöfnum hönd-
um stjórninni og vanhugsuðum og skaðlegum flokka-upp-
þotum frá þjóðarinnar hálfu".1)
Benedikt Sveinsson vildi með öðrum orðum setja stjórn-
lagalegar skorður, er mi'ðuðu í íhaldsátt. Hann var því
fylgjandi tveggja deilda kerfinu, en hann var mótfallinn
tillögum bæði Neðri og Efri deildar og vildi, að þjóðin
sjálf kysi Efri deild og stjórnarskráin kvæði á um það eitt,
að kosningin færi fram á landslista og kjörgengi væri bund-
ið við 35 ára aldur.2)
Athyglisvert er, að þegar Benedikt Sveinsson ræðir um
frumvarpið, eins og það lá fyrir frá Neðri deild, ræðir
1) Ben. Sv., Stjórnarskrármálið, 31, 32, 37 o. áfr.; orð auðkennd þar.
2) Sama rit, 58—60.