Saga - 1968, Síða 61
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI
57
hann ekki nánar ákvæðin um Islandsráðherra í Kaup-
mannahöfn og rétt konungs til að afturkalla stáðfestingu.
En í Norðurljósinu skrifaði hann: „Almennur afturköllun-
ar- eða ónýtingarréttur á lögum er ekkert annað en ótak-
marka'ð synjunarvald í hinni hættulegustu mynd .. .“.1) Og
einmitt þessi ákvæði eru í hans augum helztu agnúarnir á
frumvarpi Efri deildar, er hann heldur því fram, að sam-
kvæmt þessu frumvarpi yrði að ræða íslenzk lög í danska
i'íkisráðinu að viðstöddum Islandsráðherra, en meðundir-
i'itun hans mundi veita þeim fullgildingu. Afleiðinguna af
þessu taldi hann vera þá, að innlendu ráðherramir yrðu
ábyrgðarlausir í öllum löggjafarmálum. Jarlinn og hið inn-
lenda ráðuneyti mundi verða úr leik í löggjafarmálefnum
°g ekki fá annað vald en tillögurétt á svipaðan eða sama
hátt og landshöfðinginn hafði. Skýringin á því, að Benedikt
lét hjá líða að fara nánar út í þessar breytingar í frumvarpi
Neðri deildar, mun vera sú, að honum hefur verið mikið í
ftiun að sýna fram á, að frumvarp Efri deildar — „miðlun-
in“ — væri „alveg nýtt frumvarp . . . sem kollvarpar frá
i'ótum sjálfri undirstöðunni undir sjálfstjórnarrétti ís-
iands ... “.2) Hann tók ekki sjálfur eindregna afstöðu gegn
uiiðlunarstefnunni á Alþingi 1889, fyrr en lokaniðurstaða
var fengin í Efri deild,3) og lýsing hans á gangi stjórnar-
skrármálsins á Alþingi 1889 ber þess greinileg merki.
Ritstjóri Þjóðviljans, Skúli Thoroddsen, tók frá upphafi
emdregna afstöðu gegn miðluninni. Það er hneykslanlegt,
segir í umsögn um nefndarálitið í Efri deild, að láta stjórn-
!ua eina um að tilnefna þingmenn Efri deildar, „því að
það er að bana öllu þingræði að selja stjóminni sjálfdæmi
1 löggjöf og landsstjórn“. „Allur þorri þjóðarinnar mun
D Norðurljósið 5/6 ’90.
2) Ben. Sv., Stjórnarskrármálið, 68, 70 o. áfr. Auðkennt þar.
Sbr. Jón Ólafsson, Sjálfstjórn (1901), bls. 4: 1889 vildi Ben. Sv.
elzt taka upp frumvarpið frá 1885 eða 1887 óbreytt, en hann „féllst
1 • • að lokum á frv. neðri d. 1889 og var því alveg samþykkur". „Það
v°ru breytingar Ed„ sem hann hataðist við, þá er þær komu fram."