Saga - 1968, Page 63
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI
59
mennirnir í Eyjafjarðarsýslu, þar sem Skúli Thoroddsen
var kosinn gegn svo sterkum mótframbjóðanda sem bænda-
höfðingjanum Einari Ásmundssyni, sem talinn var miðl-
unarmaður.1)'
bingmálafundirnir 1891 staðfestu, að miðlunarmenn-
irnir höfðu mjög lítið fylgi meðal kjósenda. Aðeins í þrem
kjördæmum — Skagafjarðarsýslu, Húnavatnssýslu og Ár-
nessýslu — mátti líta á fundasamþykktirnar sem stúðn-
ing við miðlunarpólitíkina.2) Það sýnir glöggt, hve veikt
fylgi miðlunarmanna var, að í Reykjavík, þar sem þeir virt-
ust vera sterkastir, lagði Björn Jónsson ritstjóri til á þing-
málafundi 4. júlí, að samþykkt yrði áskorun til Alþingis
um að taka stjórnarskrármálið ekki fyrir 1891. Tillaga
hans var samþykkt, en með þeirri viðbót, að ef málið
skyldi samt verða tekið fyrir, þá væri fundurinn mótfall-
inn miðlunarpólitíkinni frá 1889 og vildi, að þingið héldi
sér við frumvarpið frá 1885—86.3)
Á Framnesfundinum í Dýrafirði 6. janúar 1891, þar sem
niættu kjörnir fulltrúar úr öllum hreppum Vestur-lsa-
fjarðarsýslu, var samþykkt ályktun í níu liðum, meðal
annars um frestandi neitunarvald, árlegt Alþingi og
Þviggja ára kjörtímabil fyrir neðri deild og sex ára fyrir
efri deild; í efri deild áttu að eiga sæti fjórir konung-
kjörnir þingmenn og átta þjóðkjörnir, kosnir með hlutfalls-
kosningu á landslista.4) Á þingmálafundinum að Ljósa-
tar sem að visu er ekki getið um kjör Indriða Einarssonar í Vest-
■ttannaeyjum, en hins vegar er skýrt frá því, að Ólafur Óiafsson, sem
Pegar átti sæti á þingi, hefði verið kosinn í Rangárvallasýslu.
4) Fjallkonan 15/7 ’90. Ummæli Einars Ásmundssonar um kosn-
’ngaósigurinn: „Ekki þótti Eyfirðingum ráðlegt að senda mig á þetta
ema þing, sem eftir er af kjörtimanum, þeim bauðst líka annar yngri
°S fjörugri, sem án efa er rnikið vel fallinn til þingmennsku og hefur
gó8ar skoðanir á landsmálum." 7/11 ’90 í bréfi til Boga Th. Melsteds.
2) Isafold 20/6, 24/6, 27/6, 1/7, 8/7 ’91; Þjóðólfur 26/6, 2/7, 10/7 ’91;
Þjoðviljinn 26/2, 18/4 ’91; Norðurljósið 27/6 ’91; Fjallkonan 23/6 ’91;
Ahstri 10/8 ’91.
3> tsafold 8/7 ’91; Þjóðólfur 10/7 ’91.
4) Þjóðviljinn 26/2 ’91.