Saga - 1968, Side 64
60
ODD DIDRIKSEN
vatni í Suður-Þingeyjarsýslu 8. júní talaði Pétur Jóns-
son á Gautlöndum fyrir því, að Alþingi leg'ði til grund-
vallar frumvarp Neðri deildar frá 1889, þó þannig að í
efri deild skyldu aðeins eiga sæti þjóðkjörnir þingmenn,
kjörnir til jafnlangs tíma og þingmenn neðri deildar. Önn-
ur tillaga, sem studd var af Benedikt Sveinssyni, var þess
efnis, að Alþingi skyldi fylgja frumvarpinu frá 1885—86.
Pétur Jónsson naut stuðnings svo áhrifamikilla manna
sem Jóns Jónssonar á Reykjum og Sigurðar Jónssonar í
Yztafelli, en eigi að síður var tillaga hans felld með 22
atkvæðum gegn 20, en síðan var hin tillagan samþykkt með
29 atkvæðum gegn 20.J) Jóni Jónssyni barst rétt eftir
Alþingi 1889 áskorun frá 82 kjósendum um að leggja nið-
ur þingmennsku vegna afstöðu sinnar í stjórnarskrár-
málinu. Þjóðviljinn taldi hins vegar ekki, að Jón Jónsson
væri „ákafur miðlunarmaður", og vonaði því, að þetta
mundi hafa góð áhrif á afstöðu hans framvegis.1 2)
1 fyrsta sinn var þingræði nefnt í ályktun þingmála-
fundar. Þáð gerðist á Ketilsstöðum á Völlum 9. maí 1891,
á fundi, sem séra Sigurður Gunnarsson hélt, en hann var
þá orðinn eftirmaður Jóns Ólafssonar sem þingmaður
Suður-Múlasýslu. Samkvæmt Isafold var ályktunin svo-
hljóðandi:
„Fundurinn lýsir yfir því, að hann mótmælir eindregið þeirri skip-
un á löggjöf og stjórn Islands mála, sem kom fram á alþingi 1889
i frumvarpi efri deildar, en skorar á alþingi að hverfa aptur að
þeim grundvelli, sem lagður var í hinni endurskoðuðu stjórnarskrá
1885 og 1886 (sbr. frumv. neðri deildar 1887); þó ætlar fundurinn
nauðsynlegt, að breytt sé orðtækinu „konungur eða landstjóri" og
að settar séu tryggar ákvarðanir um bráðabirgðafjárlög. Yfir höfuð
krefst fundurinn þess, að Island fái að einu leytinu alinnlenda lög-
gjöf og stjórn í þess sérstöku málum, óháða Danastjórn, og að hinu
leytinu innlenda þingræðisstjórn með fullri stjórnskipulegri ábyrgð
fyrir alþingi með pólitískum landsdómi.“
Þingmálafundurinn í Norður-Múlasýslu, haldinn á Foss-
1) Þjóðólfur 2/7 ’91.
2) Þjóðviljinn 31/1 og 26/2 ’91.