Saga - 1968, Síða 66
62
ODD DIDRIKSEN
fjármálum, me'ð því að það girti að kalla fyrir beitingu
neitunarvalds gegn fjárlögunum, var nú gert ráð fyrir
því í tillögu nefndarinnar, að hægt væri að neita að stað-
festa fjárlög, án þess stjórnin lenti fyrir það í hættu. Senni-
lega átti orðalagið rót sína að rekja til málamiðlunar, og
hin nýja tillaga var sennilega runnin undan rifjum Bene-
dikts Sveinssonar, sem alltaf hafði verið því mótfallinn að
setja í stjórnarskrána ákvæði, sem bannáði bráðabirgða-
fjárlög.1)
En bannið við bráðabirgðafjárlögum var ekki samþykkt
í því formi, sem nefndin lagði til. Það var fellt með 11
atkvæðum gegn 8, og í stað þess var breytingartillaga Páls
Briems, sem kvað á um bann alveg samhljóða því, sem
Neðri deild gerði 1889, samþykkt með 19 atkvæðum gegn
3.2)
Fyrirfram hafði ekki verið reynt að koma á samkomulagi
milli sjálfstjórnarmanna og miðlunarmanna,3) og loka-
uppgjörið milli þeirra fór fram í þingsalnum við 2. um-
ræðu, sem varð óvanalega löng. Fyrir lágu fjölmargar
breytingatillögur frá Páli Briem. Þær miðuðu að því að
koma frumvarpinu í sama form og frumvarpi Neðri deildar
1889, en skýrskotunin til stöðulaganna var tekin með, og
hann lagði til, að Efri deild yrði kosin af sýslunefndum.
Auk þess lágu fyrir frá Indriða Einarssyni og Lárusi Hall-
dórssyni breytingartillögur þess efnis, að Alþingi skyldi
vera ein deild með 24 þingmönnum kjördæmakjörnum og
12 þingmönnum kjörnum á landslista; landsdóm skyldu
skipa dómarar í æðsta dómstóli landsins og dómarar kjörn-
ir af Alþingi ævilangt.4) Meginástæðan fyrir tillögunni um
eina deild var, að því er Indriði Einarsson sagði, reynslan í
Danmörku.5) En að undantekinni tillögu Páls Briems um
1) Sjá O. D„ Saga 1961, 232 o. áfr., 248 o. áfr., 259—264.
2) Alþt. 1891 B, 606; C, 257.
3) Sigurður Stefánsson i Þjóðviljanum 9/11 ’91; Jón Jónsson á Reykj-
um, Alþt. 1891 B, 536 o. á.
4) Alþt. 1891 C, 256 o. áfr.
5) Sama rit, B. 520.