Saga - 1968, Síða 68
64
ODD DIDRIKSEN
seinna, að beygja sig fyrir honum. Af þessum anda verður sú stjórn
að leiðast, sem samboðin er sönnum lands og þjóðar þörfum; í
samvinnu við þá stjórn, sem leggur allt kapp á að fullnægja þess-
um þörfum, nær þjóðin sínu sanna markmiði, og á þenna hátt
kemur fram sú þingræðisstjórn og þjóðstjórn, sem þetta frumvarp
skipar og lögtryggir."
Samkvæmt þessari skoðun yrði pólitíkin leit að sann-
leika og þróunin ákvörðuð af innri nauðsyn. Út frá slíkri
skoðun var óþarfi að ímynda sér varanlegar pólitískar and-
stæður milli þings og stjórnar. Það kom raunar allljóst
fram rétt á undan ummælunum, sem síðast var vitnað í, að
Benedikt Sveinsson skildi ekki þingræði svo, að það þýddi
algert flokksræði. Stjórnin ætti, sagði hann, áð taka hönd-
um saman við þjóðina „henni til viðreisnar og blómgunar á
öllum lífsstigum hennar, háum sem lágum . . .“ En, bætti
hann við, það var ekki tilgangurinn með stjórnarskránni
að skapa neitt „skrílregimente eður skrílveldi, það er að
segja ofurvald fáfróðrar, skammsýnnar og hvikullar al-
þýðu, heldur þjóðveldi, sem helzt í höndum með þjóðhollri
stjórn,sem veit og vill það, sem til landsins friðar heyrir."1)
Við lokaatkvæðagreiðslu var stjórnarskrárfrumvarpið
samþykkt í Neðri deild með 18 atkvæðum gegn 3. Þeir sem
greiddu atkvæði á móti, voru bræðurnir Páll og Eiríkur
Briem og Þorlákur Guðmundsson.
I Efri deild var ekkert verið að tvínóna við það. Frum-
varpið var þar fellt með 7 atkvæðum — hinna sex konung-
kjörinna og Gríms Thomsens — gegn 4.
Méð þessari höfnun stjórnarskrárfrumvarpsins, sem
Benedikt Sveinsson kallaði „parlamentariskt gjörræði“,2)
var stjórnarskrármálið þó ekki tekið af dagskrá Alþingis
1891. Hinn konungkjörni þingmaður Arnljótur Ólafsson
lagði fram svohljóðandi þingsályktunartillögu:
„Alþingi ályktar að skora á ráðgjafa íslands, að hann sjái svo um,
að íslandsráðgjafi sitji eigi í rikisráði Dana, að því leyti er snertir
hin sérstaklegu málefni landsins."
1) Alþt. 1891 B, 478 o. áfr.
2) Sama rit, 748; A, 324; B, 1376.