Saga - 1968, Side 69
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI 65
Tillagan var samþykkt umræðulítið í Efri deild með 9
atkvæðum gegn 2 og samhljóða í Neðri deild.1)
Grímur Thomsen markaði á þessu síðasta þingi sínu
skýrt þá sérstöðu, sem hann hafði haft síðustu árin í stjórn-
arskrármálinu, með því áð leggja fram sitt eigið frumvarp
til stjórnarskrárbreytingar. Megininntak þess var, að
konungur skyldi hafa aðeins frestandi neitunarvald í mál-
um, sem vörðuðu „landsins sérstöku atvinnuvegu"; að öðru
leyti átti ekki að skerða hið algera neitunarvald. Auk þess
átti íslandsráðherra að vera ábyrgur, ekki aðeins fyrir
því að stjórnarskráin væri haldin, heldur fyrir öllum
stjórnaraðgerðum, hvort heldur þær voru framkvæmdar
af honum e'ða landshöfðingjanum.2)
I umræðunum um þetta frumvarp í Efri deild, þar sem
það var lagt fram, sagði Friðrik Stefánsson, að því hefði
verið haldið fram, að með takmörkun neitunarvalds væri
veittur „beinn aðgangur að svo miklu sjálfsforræði, er
samrýmzt gæti við þingbundna konungsstjórn". Af þeim,
sem við slíkt stjórnarfar búa, eru Norðmenn þeir einu, sem
hafa frestandi neitunarvald, hélt hann áfram, en „Eng-
lendingar hafa það, sem betra er, sem er fullt þingræði".
>,Á Norðurlöndum er eigi þingræði, og því er frestandi
neitunarvald hjá Norðmönnum mikilsvert." Hann lagði
áherzlu á, að hann liti ekki á frestandi neitunarvald sem
„það eina . . . sem frjálsum mönnum sé boðlegt", „því að
það er í sjálfu sér óþarft þar, sem fullkomið þingræði er
viðurkennt . .
Það kom í ljós í umræðunum, að Friðrik Stefánsson var
ekki einn um þá skoðun, að í Noregi væri ekki þingræðis-
^egt stjórnarfar. Þorleifur Jónsson dró í efa, að rétt væri
að takmarka neitunarvaldið, þar eð það hafði mætt mikilli
ftiótspyrnu meðal þingmanna, og þar áð auki var það ekki
frestandi neitunarvald, sem barizt var fyrir í öðrum lönd-
Urti, heldur þingræði. „Þó að Norðmenn hafi í stjórnar-
!) Alþt. 1891, C, 332; A, 385, B, 1382.
2) Sama rit C, 330 o. áfr.
5
L