Saga - 1968, Page 70
66
ODD DIDRIKSEN
skipunarlögum sínum frestandi neitunarvald, hafa þeir
barizt fyrir þingræði og hafa nú fengið það.“ Eftir síðustu
setninguna greip Arnljótur Ólafsson fram í til að mót-
mæla og neitaði því í ræðu, sem hann hélt á eftir, að
málum væri háttað í Noregi eins og Þorleifur Jónsson
hélt fram; hann tók fram, að hann kallaði fyrirkomulagið
í Englandi þingræði, „þar sem það er föst regla, að kon-
ungur kjósi þann til forstjóra ráðaneytisins, sem er fyrir
meiri hluta þingmanna í neðri málstofunni.“ 1 orðaskipt-
unum á eftir sagði Þorleifur Jónsson, að hann legði um
það bil sama skilning í orðið þingræði og Arnljótur Ólafs-
son, og lét sig hvergi, en Arnljótur viðurkenndi, að ráðu-
neyti Sverdrups — en reyndar það eitt — hefði verið
myndað samkvæmt þingræðisreglum.1)
Það er ekki að ófyrirsynju, að mönnum gæti sýnzt sitt
hverjum um norska stjórnarfyrirkomulagið á þeim tíma.
Að vísu hafði árið 1884 verið rudd brautin til þingræðis-
legs stjórnarfars, en þar með er ekki sagt, að þingræðið
hafi verið orðin föst og fullmótuð stjórnarvenja. Jafnvel
Sverdrupstjórnin, sem var meirihlutastjórn mynduð sam-
kvæmt reglum þingræðisins, kom ekki fram í samræmi
við sígildar starfsreglur þingræðisins,2) og hin óglögga
flokkaskipting ásamt sérstökum aðstæðum, sem sköpuðust
við sambandsdeiluna á síðasta áratug aldarinnar, hafði
í för með sér, að enn liðu nokkur ár, unz þingræðislegt
stjórnarfar festi nægar rætur. Skoðanamunurinn milli
ræðumanna í Efri deild 1891 um stjórnarfyrirkomulagið
í Noregi átti sér þannig raunverulegar ástæður.
Grímur Thomsen tók aftur frumvarp sitt um breytingar
á stjórnarskránni þegar eftir 2. umræðu, er það kom í ljós,
að hinir konungkjörnu þingmenn vildu ekki, fremur en
vænta mátti, fallast á frestandi neitunarvald.3)
Þingsályktunin 1891 um setu ráðherrans í ríkisráðinu
1) Alþt. 1891, A, 367, 371, 372.
2) Alf Kaartvedt, Kampen mot parlamentarisme, bls. 19.
3) Alþt. 1891 A, 412.