Saga - 1968, Page 71
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI 67
hlaut fullan stuðning landshöfðingja, en ekkert svar barst
af hálfu stjórnarinnar.
Afdrif málamiðlunarstefnunnar frá 1889 voru augljós
eftir Alþingi 1891: „Miðlunin" var úr sögunni sem hugsan-
'eg leið í stjórnarskrárbaráttunni. Hvatamaður þeirrar
stefnu, Páll Briem, tók afleiðingunum af pólitískum ósigri
sínum og bauð sig ekki aftur fram haustið 1892. Sama
gerði Eiríkur bróðir hans. Þriðji leiðtogi málamiðlunar-
stefnunnar, Jón Ólafsson, var horfinn af sjónarsviðinu,
áður en lokauppgjörið fór fram; frá 1890 dvaldist hann
í Ameríku. Alþingi 1891 var hið síðasta á kjörtímabilinu
og Benedikt Sveinsson gat auðsjáanlega horft vongóður
fram til kosninganna; nú var ekki lengur um aðra stefnu
að velja í stjórnarskrármálinu en þá, sem hann barðist
fyrir.
Önnur endurskoðun Alþingis á stjórnarskránni.
1 kosningunum haustið 1892 voru hvorki meira né minna
en 15 nýir þjóðkjörnir menn sendir inn í þingið. Af þeim
höfðu 12 aldrei setið á þingi áður. Stærsti þingmanna-
hópurinn var eins og vanalega bændurnir, með 11 fulltrúa,
sömu tölu og 1880, en einum fleira en 1886; 1874 höfðu
hins vegar verið kosnir 15 bændur, helmingur hinna þjóð-
kjörnu þingmanna. Næststærsti hópurinn varð 1892 eins
°£ í þrennum undanfarandi kosningum sá, sem Isafold
hallaði andlegrar stéttar menn, það er að segja aðallega
Prestar, með 8 fulltrúa (9 1886, 7 1880, 8 1874). Síðan
homu 4 sýslumenn og 2 aðrir embættismenn. Tala sýslu-
®annanna hafði farið jafnt og þétt hækkandi síðan 1874,
þegar aðeins einn var kosinn, en 2 1880 og 8 1886. Tala
embættismanna á þingi hafði hins vegar haldizt nokkurn
Veginn óbreytt (18—15) síðan í kosningunum 1880, en
1874 höfðu þeir aðeins verið 10. Eins og 1886 voru þar
auki kosnir 5 embættislausir menntamenn, en bæði 1874
°g 1880 höfðu þeir verið 2. Kaupmenn, sem 1874 höfðu ver-