Saga - 1968, Síða 72
68
ODD DIDRIKSEN
ið 3 og 1880 4, féllu alveg út úr þinginu 1886 og komu
ekki heldur inn aftur 1892.4) Bændur voru sem sé alger-
lega í minnihluta, ellefu gegn nítján embættismönnum og
menntamönnum. Eftir kosningarnar 1892 var stéttasam-
setning Alþingis þannig um það bil sú sama og verið hafði
eftir kosningarnar 1886, einnig að því leyti, að verzlunar-
stéttin átti engan fulltrúa. Hið sterka þinglið embættis-
mannanna, einkum prestanna, og tiltöluleg fækkun bænda-
fulltrúa vakti óánægju meðal forvígismana stjórnarskrár-
málsins,1 2) en ekki leiddi hún til nokkurra verulegra breyt-
inga í kosningunum.
Þjóðviljinn hafði haft uppi mjög magnaðan kosninga-
áróður og hafði beitt sér gegn endurkosningu 13 þing-
manna, aðallega vegna afstöðu þeirra í stj órnarskrármál-
inu. Eftir kosningarnar gat blaðið bent á, að aðeins 3 af
þessum 13 hefðu náð kosningu.3 4)
Eigi að síður var erfitt að gera sér grein fyrir því strax
eftir kosningarnar, hver mundi verða afstaða hins ný-
kjörna Alþingis í stjórnarskrármálinu. Skoðanir nýrra
þingmanna voru ekki nægilega kunnar, og blöðin fluttu
fá tíðindi af framboðsfundum, en nógu mörg þó til að
sýna, að þær voru skiptar.4)
I mörgum blöðum kom fram eftir kosningar greinilegt
hik við að halda áfram með stjórnarskrárfrumvörpin frá
1) Isafold 26/10 1892.
2) Sjá t. d. Þjóðviljann 12/8 ’92 og 21/2 ’93, þar sem „S. St.“ (að öll-
um líkindum séra Sigurður Stefánsson frá Vigur) bendir á gallana
á því, að embættismenn taki þátt í stjórnmálum: „Ég hygg, að fátt
geti gert íslenzkan embættismann ver séðan hjá landsstjórninni en
það að gefa sig mildð við pólitík og vera þjóðarinnar megin“, og
Fjallkonuna 9/8 ’93:...hin pólitíska íhaldsstefna dregur með sér
prestastéttina . . .“ — og það á einnig við um Island, enda þótt til séu
heiðarlegar undantekningar — og 11/7 ’93 (þar sem hvatt er til stofn-
unar bændaflokks á þingi); sbr. einnig grein Jóns Sigurðssonar í Þjóð-
ólfi 6/1 ’88 (sjá hér að framan bls. 11) og Pál Einarsson 19/3 ’92 í bréfi
til Boga Th. Melsteds.
3) Þjóðviljinn 17/12, 31/12 ’91; 21/1, 13/2, 1/4, 6/4, 26/4, 30/11 ’92.
4) Isafold 30/7, 27/8, 7/9, 10/9, 14/9 ’92; Þjóðólfur 29/7, 2/9, 16/9 ’92;
Austri 8/7, 26/9, 28/10 ’92; Fjallkonan 1/11 ’92.