Saga - 1968, Síða 73
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI
69
1885—87 og 1891. Isafold lætur í ljós ósk um nýja miðl-
unarpólitík,1 *) og Fjallkonan vildi helzt fá samið nýtt frum-
varp.2) Hinn nýi eigandi og ritstjóri Þjóðólfs, Hannes
Þorsteinsson cand. theol., vísaði á bug „stefnu hins flokks-
ins — lsfirðinganna“ og „ísfirzka flokknum“ — og mælti
Weð miðlunarpólitík.3) 1 Seyðisfjarðarblaðinu Austra var
því haldið fram, að hvorugt frumvarpið frá 1889 né 1891
væri fullnægjandi, að þau mundu leiða til endalausrar
stj órnarskrárbaráttu og hafa í för með sér mikil útgjöld.
Blaðið mælti eindregið me'ð því, að upp yrði tekin krafa
um frestandi neitunarvald, og setti jafnaðarmerki milli
þess og „fulls þingræðis“4J.
í flestum kjördæmum, nánar tiltekið 11, studdu þing-
Riálafundir vorið 1893 samt Benedikt Sveinsson, sem lagði
til í Andvara sama ár, að Alþingi samþykkti frumvarpið
fvá 1891 óbreytt.5) Þar að auki voru fundirnir í þrem
kj ördæmum fylgjandi því, að stjórnarskrármálið yrði
tekið fyrir (í Árnessýslu: annaðhvort í frumvarpsformi
eða þingsályktunar), án þess nefnt væri nokkurt sérstakt
frumvarp.6) í Húnavatnssýslu vildi fundurinn aðeins, að
samþykkt yrði þingsályktun um málið.7) Tvö kjördæmi
vildu ekki, að málið yrði tekið fyrir,8) en þriðja kjördæm-
*ð, Vestmannaeyjar, vildi ekki, að málið yrði tekið fyrir,
nema a. m. k. helmingur hinna konungkjörnu þingmanna
fengist til að fylgja því.9) í einu kjördæmi, Skagafjarðar-
sýslu, gerði fundurinn enga samþykkt í stjórnarskrármál-
1) tsafold 16/11 ’92.
2) Fjallkonan 25/10 ’92.
3> Þjóðólfur 25/3 ’92.
4) Austri 20/6 ’92; sbr. 12/1, 23/12 ’92 og 20/5 ’93.
5> ísafold 28/6, 1/7, 5/7, 8/7, 12/7 ’93; Þjóðólfur 30/6, 4/7 ’93; Fjall-
konan 27/6, 4/7 ’93; Þjóðviljinn 6/7, 13/7 ’93; Stefnir 24/6 ’93; Reyk-
vikingur 7/7 ’93; Andvari 1893, 171.
6> Fjallkonan 27/6 ’93; Isafold 24/6, 1/7, 5/7 ’93; Þjóðólfur 4/7 ’93.
7> tsafold 1/7 93; Þjóðólfur 30/6 ’93.
8> Isafold 24/6, 1/7 ’93; Austri 8/7 ’93.
9> Fjallkonan 21/6 ’93; tsafold 8/7 ’93.