Saga - 1968, Side 75
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI 71
lokaatkvæðagreiðsluna með atkvæðum 6 þjóðkjörinna þing-
manna móti 5 atkvæðum hinna konungkjörnu.1)
Stjórnin gaf 15. desember 1898 út konunglega auglýs-
ingu; þar var eins og í „nóvemberauglýsingunni" 1885 gert
kunnugt fyrir fram, að stjórnarskrárfrumvarpið mundi
ekki hljóta stáðfestingu.
Kosningar til aukaþingsins 1894 fóru fram í byrjun júní
sama ár. Eliki virðist hafa verið um að ræða neina veru-
lega kosningabaráttu nema í Árnessýslu og Reykjavík.
I Árnessýslu hafði Bogi Th. Melsted verið kjörinn og
Tryggvi Gunnarsson felldur 1892. Nú var Bogi felldur
og Tryggvi kosinn eftir víðtækan kosningaundirbúning og
áróður. En ekki virðist stjórnarskrármálið hafa valdið
neinu um þessi úrslit.2)
í Reykjavík buðu sig fram tveir, Hannes Hafstein land-
ritari og Jón Jensson yfirdómari, gegn hinum gamla þing-
manni bæjarins, Halldóri Kr. Friðrikssyni. Það voru haldn-
ir tveir þingmálafundir, báðir í leikhúsi W. Ó. Breiðfjörðs.
Hannes Hafstein boðaði til fyrri fundarins, sem haldinn
var 26. maí. Fundarstjóri var Tryggvi Gunnarsson. Hall-
dór Kr. Friðriksson mætti, en Jón Jensson ekki. Hannes
hóf umræður með því að bera af sér þá ásökun, að hann
væri algerlega háður landshöfðingjanum og stjórninni og
að hann hefði „svikið lit“ á Þingvallafundinum 1888.
Hann staðfesti, að hann væri vantrúaður á stjórnarskrár-
frumvarpið, sem þingið hafði samþykkt, það þyrfti margra
breytinga við, en hann mundi eigi að síður greiða atkvæði
með því á aukaþinginu án þess að skuldbinda sig til að
Sera slíkt hið sama síðar. Hann var þó fylgjandi „skyn-
samlegri stjórnarbót". Halldór Kr. Friðriksson tók skýr-
1) Alþt. 1893 A, 264—73, 473—90, 606—18.
2) Bogi Th. Melsted 2/11 )93 í bréfi til Jóns Vídalíns (afritabók B. Th.
M.), Valdimar Briem 15/1 ’94 í bréfi til B. Th. M., Magnús Helgason 24/1,
^3, 13/6, 15/11 ’94 í bréfum til B. Th. M., Ólafur Helgason 2/2, 12/6 ’94
bréfum til B. Th. M., Þorlákur Guðmundsson 14/4 ’94 í bréfi til B.
Th. M.