Saga - 1968, Qupperneq 76
72
ODD DIDRIKSEN
ari afstöðu; hann hélt fast við hina neikvæðu afstöðu
sína í stjórnarskrármálinu og lýsti yfir því, að hin endur-
skoðaða stjórnarskrá Alþingis væri miklu verri en hin
gildandi stjórnskipunarlög.1)
Síðari fundurinn var haldinn tveim dögum seinna að
frumkvæði Jóns Jenssonar, og var Þórhallur Bjarnarson
fundarstjóri. Af frásögnum af fundinum kemur fram, áð
frambjóðendur greindi ekki alvarlega á nema í stjórnar-
skrármálinu. Jón Jensson var eindregið með endurskoð-
unarfrumvarpinu, þó að hann gæti vel hugsað sér breyt-
ingar síðar og hlé á stjórnarskrárbaráttunni eftir 1894.
Úr umræðunum, sem stóðu um þrjár klukkustundir, er
frá því skýrt, að Björn Jónsson ritstjóri hafi ráðizt svo
hvasslega á Halldór Kr. Friðriksson, að hann hafi gengið
af fundi. Tryggvi Gunnarsson „talaði ötullega máli stjórn-
arinnar“, segir Reykvíkingur, „og líkti stjórninni við ís-
jaka, sem aldrei mundi gefa eftir í kröfum vorum áfram...“
Athyglisvert er, að á þessum fundi stóð upp kona til að
taka þátt í stjórnmálaumræðunum. Það var systir Bene-
dikts Sveinssonar, Þorbjörg Sveinsdóttir, sem talaði um
stjórnarskrármál og háskólamál, „og þótti mælast vel að
vanda“, segir Þjóðólfur, svo að hún virðist einnig áður
hafa tekið þátt í opinberum umræðum.2)
Alþingi kom saman 1. ágúst. Sjö nýir menn voru kosnir
á þing. Meðal þeirra var Tryggvi Gunnarsson, nú banka-
stjóri Landsbankans, sem ekki hafði setið á þingi síðan
1885, Pétur Jónsson á Gautlöndum, Jón Jensson yfirdómari
og dr. Valtýr Guðmundsson, dósent í íslenzkri sögu og
bókmenntum við háskólann í Kaupmannahöfn, maðurinn,
sem nokkrum árum seinna átti eftir að hefja á loft nýtt
sigurvænlegt merki í samkeppni við „benedizkuna“ og
koma þannig til móts við þann vilja til nýrrar miðlunar-
stefnu, sem sýnilega var nokku'ð víðtækur.
1) Þjóðólfur 1/6, Reykvíkingur 1/6, Isafold 30/5, Fjallkonan 29/5 ’94.
2) Þjóöólfur 1/6, Reykv. 1/6, Fjallk. 30/5, 5/6 ’94.