Saga - 1968, Síða 80
76
ODD DIDRIKSEN
einmitt til þess að tryggja þingræðislegt stjórnarfar. í
þessu atriði verður að túlka „miðlunina" sem vott um
næmara skyn á það, hvað sé vinnandi vegur; menn frest-
uðu hinum fyllstu kröfum um óákveðinn tíma, kannski
allt þar til breytt hefði verið um skipulag í Danmörku, í
því skyni að reyna að ná fram aukinni sjálfstjórn, eftir
því sem hægt var við þáverandi aðstæður í ríkinu. Menn
frestuðu því að stefna opinskátt að þingræðislegu stjórn-
arfari og sættu sig við efrideildar-„þingræði“, sem virt-
ist samsvara ríkjandi fyrirkomulagi í Danmörku. Eigi að
síður höfðu menn tryggt sig gegn sams konar ástandi og
þar skapaðist; ákvæðin um bráðabirgðalög áttu að girði
fyrir, að upp gæti komið íslenzkur „provisorismi" eða
bráðabirgðastefna.
Þó að sumir miðlunarmennirnir beittu þannig 1889 út-
þynntu hugtaki, þegar þeir töluðu um þingræði, var þing-
ræðið, að minnsta kosti í orði kveðnu, mikilvægara mál
í sjálfum alþingisumræðunum en nokkru sinni fyrr, og í
reikningsskilunum, sem á eftir fóru, var orðið þingræði
einnig miklu oftar notað en áður, enda þótt merking hug-
taksins væri oft næsta óljós. Þá var það einnig um þetta
leyti, að Benedikt Sveinsson tók áð hampa kröfunni um
þingræði ofarlega á stefnuskrá sinni, en það var fremur af
hyggindum en af sannfæringu. Með því vildi han koma til
móts við þá, sem róttækari voru í stjórnarskrármálinu, í
því skyni að tryggja forustu sína og koma sjálfstjórnar-
stefnu sinni í höfn.
I stjórnarskrárfrumvarpinu, sem Neðri deild samþykkti
1891 og Alþingi 1894 afgreiddi til ráðherra í Höfn sem
stjórnskipunarlög, stóð eftir eitt ákvæ'ði frá miðluninni:
hið skilorðsbundna bann við bráðabirgðafjárlögum, ákvæði,
sem átti sér forsendu í kröfunni um þingræði, en var þó
jafnframt ekki annað en leif róttækrar stefnuskrár í
stjórnarfarslegum efnum.