Saga - 1968, Side 85
Jón Böövarsson:
Munur eldri og yngri gerðar Þorláks sögu
Þorláks saga biskups hefur varðveitzt á íslenzku í þrem
gerðum, en að auki eru til aðrar bækur og frásagnir af
Þorláki, bæði á íslenzku og latínu. Enginn hefur rannsakað
vandlega tengsl rita um Þorlák, enda engin heildarútgáfa
þeirra til. Biskupasögur I, sem Hið íslenzka bókmennta-
félag gaf út 1856—1858, geta ekki kallazt því nafni. Margt
veldur, en hér nægir að benda á, að hin svonefnda yngsta
saga eða C-gerð er þar ekki birt í heild. En þau brot úr
C-gerðinni, sem prentuð eru, sýna ljóslega, að sú saga skýr-
ir á ýmsan hátt tengsl þeirra rita, sem sett voru saman um
hinn helga Þorlák.
Hinar prentuðu sögur eru þannig aðgreindar, að önnur
kallast Þorláks saga hin elzta eða A-gerð, en hin nefnist
Þorláks saga hin yngri, mi'ðsagan eða B-gerð. — A-gerðin
hefur varðveitzt í svonefndri Stokkhólmsbók (Cod. Holm.
nr. 5), ágætri skinnbók, sem rituð hefur verið um 1360,
en B-gerðin er prentuð eftir handritinu AM 382, 4to, sem
einnig er ágæt skinnbók, líklega frá fyrri hluta 14. aldar.
En bókin er ekki heil. Hinar mörgu eyður eru fylltar eftir
yngstu sögunni, C-gerðinni.
Guðbrandur Vigfússon víkur aðeins lauslega að þessu
efni í formála sínum. Hann segir um yngri söguna: „Þessi
Þorlákssaga er að mestu bygð á hinni fornu sögu, en
breytir þó orðfæri nokkuð að mun víða . . . Allr þorri sög-
Unnar er þó sem í hinni fornu sögu, en orðfæri lítið eitt
vikið við og svo skotið inn greinum hér og hvar ... Höfundr
niiðsögunnar, sem verið hefir orðfær maðr, víkr orðunum
nokkuð svo við á ýmsum stöðum, svo sagan fær í B nokkuð
6